Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 15
MÚLAÞINC
13
Þeir, sem þekktu Vigfús J. Guttormsson bezt, munu einnig sam-
mála um það, að því marki hafi hann náð í ríkum mæli um langan
ævidag.
III
Guttormur J. Guttormsson var nokkrum árum yngri en Vigfús
bróðir hans, fæddur á landnámsheimili foreldra þeirra að Víði-
völlum í Nýja íslandi 21. nóv. 1878. Voru þeir bræður mjög sam-
rýmdir og náin vinátta þeirra í milli til æviloka. Djúp og einlæg
saknaðarkennd er undiraldan í þessum orðum í bréfi, sem Guttorm-
ur skrifaði mér stuttu eftir lát Vigfúsar (dags. 31. marz 1964):
,,Það var sviplegt fráfall bróður míns. Eg var lengi að gera mér
grein fyrir, hvað hafði skeð. Eg var lengi að átta mig á því. Þetta
var svo óvænt og virtist enn svo fjarri, þrátt fyrir háan aldur okkar
bræðra. Eg fann loks og sannfærðist um, að eg hefði nýju að venj-
ast. Mikil breyting hafði gerst. Hann var farinn.“--
Annars lék lengi vafi á því, hvaða mánaðardag Guttormur væri
fæddur; töldu sumar prentaðar heimildir hann vera fæddan 15.
des. 1878, en aðrar 5. des. það ár. Kom þetta til orða í bréfum, sem
fóru á milli okkar Guttorms í tilefni af ritgerð minni um hann í
Skírni 1946 og síðar. Vék hann, meðal annars, að þessu í bréfi til
mín dags. 28. sept. 1948:
;,Já. Það er nú nokkuð skrítið með afmælisdaginn minn. Vigfús
bróðir var hér á ferð nýlega og sagði, að það næði ekki neinni átt,
að ég væri fæddur í desember; hann er sá þriðji í röðinni, 6em
„uppástendur“ það. Móðir mín hélt upp á afmæli okkar beggja
bræðranna í nóvember, þá var vanalega autt vatn, sem ekki gat verið
í desember. Fúsi man, að faðir minn réri á „grænu byttunni11 yfir
fljótið til að sækja yfirsetukonu. Faðir minn sagði, að ekki kæmi
til neinna mála, að ég væri fæddur í desember. Fúsi segir, að eg
muni vera fæddur í nóvember. Sjálfur er hann fæddur þ. 16. nóv.
.... Mest um vert, að eg er fæddur oftar og heldur betur en aðrir.“
Þetta bréf varð til þess, að ég íór að reyna til að ráða þá gátu,
hvaða mánaðardag Guttormur væri fæddur, og var svo heppinn, að
það tókst. Leyfi ég mér að taka hér upp kaflann um það atriði úr
formálsorðum að bæklingnum GuUormur J. Guttormsson, skáld