Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 16
14
MÚLAÞING
(Winnipeg 1949), en hann var gefinn út í tilefni af sjötugsafmæli
Guttorms stuttu áður, og hefur inni að halda Skírnis-grein mína um
hann með nokkrum nauðsynlegum breytingum. IJmræddur kafli er
á þessa leið:
„Nýlega frétti ég, að kirkjubók séra Jóns Bjarnasonar frá prests-
þjónustuárum hans í Nýja Islandi, einmtt þeim tíma, er Guttorinur
fæddist, væri í vörzlum frænda dr. Jóns, séra Runólfs Marteinsson-
ar í Winnipeg. Skrifaði ég honum því og bað hann að grennslast
eftir þessu fyrir mig. Varð dr. Runólfur vel og greiðlega við þeirri
beiðni minni, leitaði í umræddri kirkjubók frænda síns, og fann
þar þær upplýsingar, að Guttormur væri fœddur 21. nóv. 1878, og
skírður í heimahúsum 1. des. þ. á. Vafalaust má treysta því, að þar
sé rétt með farið um fæðingardag skáldsins.“ Kemur þetta einnig
ágætlega heima við ummæli Guttorms og Vigfúsar bróður hans í
framannefndu bréfi.
Jón Jónsson frá Sleðbrjót varð, eins og kunnugt er, fyrstur manna
til þess að kynna Guttorm löndum hans heima á ættjörðinni með
gagnorðri og skilningsríkri grein sinni um hann í Oðni 1918. Tók
Jón þar upp eftirfarandi kafla úr bréfi frá skáldinu:
„Viðivellir, þar sem ég fæddist, er næsta land fyrir norðan
Lund, þar sem íslenzka blaðið Framfari var gefið út á landnáms-
tíð og þar sem nú er bærinn Riverton. Fljótsbyggðin er eflaust feg-
urst íslenzk byggð í Vesturheimi. Faðir minn var einn af þeim, er
þar námu fyrst land, 1875. Ég ólst upp á Víðivöllum hjá foreldrum
mínum. Ef ég færi, Jón minn góður, að segja þér ævisögu mína,
einkum frá fyrri árum, yrði það engu minna og jafn voðalegt rit
og ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar (frá Balaskarði). Ég gekk í
barnaskóla, hærra komst ég ekki í skólanámi. 7 ára gamall missti
ég móður mína, og 9 árum síðar missti ég föður minn. Eftir það
fór ég allvíða, reyndi margt, en festi hvergi yndi, unz árið 1911 að
ég keypti föðurleifð rnína, Víðivelli. Eru það tvö heimilisréttarlönd
föður míns, og bý ég þar síðan og uni mér vel.“
Hér stiklar skáldið sannarlega á stóru í æviatriðum sínum, því
að á árunum eftir að hann fór frá Víðivöllum og fluttist þangað
aftur 1911, vann hann að hinum sundurleitustu störfum á ýmsum
stöðum í Manitoba og Norður Dakota, auk þess, sem hann gerðist