Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 17
MtJLAÞINC
15
um skeið landnámsmaður í Grunnavatnsbyggö í Manitoba. En æsku-
stöövarnar slepptu aldrei tökum á honum, svo djúpum rótum stóð
hann þar í mold, ætternislega og menningarlega.
A Víöivöllum bjó Guttormur síðan til æviloka, og undi vel hag
sínum, þó aö hann yrÖi að vinna „höröum höndum“ fyrir sér og
sínum, og ætti við margvíslega örðugleika aö glíma í búskapnum.
En hann átti sér við hlið mikla myndar- og afbragðskonu, þar sem
var Jensína Júlía Daníelsdóttir, er hann kvæntist á landnáms- og
búskaparárum sínum í Grunnavatnsbyggð í Manitoba 14. apríi
1904. Foreldrar hennar voru Daníel Sigurðsson frá Hólmlátri á
Skógarströnd og Kristjana Jörundsdóttir, landnemar í Grunna-
vatnsbyggð. Guttormur vissi vel, að hann átti ágæta konu, enda lof-
syngur hann hana, beint og óbeint, í kvæðum sínum, svo sem í
þessum ljóðlínum úr ávarpi hans til ungrar brúðar:
Þú verður geisli í hans húsi inni
og úti glaða ljós á vegum hans.
Eg kannast við það klökkur mörgu sinni,
að konan — hún er eina lífið manns.
Þau Guttormur og Jensína eignuðust sex börn. Ein dóttirin dó
ung fyrir löngu síðan, og nokkrum árum fyrir dauða sinn varð skáld-
ið fyrir þeim þunga harmi að sjá á bak Jensínu konu sinni og um
sama leyti elztu dóttur þeirra hjóna, Mrs. Arnheiði Eyjólfsson. En
þessi börn þeirra hjóna lifa þau: Pálína Kristjana (Mrs. Earl Dahl-
man), Winnipeg; Bergljót (Mrs. Jóhannes Sigurdsson), einnig í
Winnipeg; Hulda Margret (Mrs. Alexander Clarke), Victoria,
British Columbia; og Gilbert Konráð, á föðurleifð sinni að Víði-
völlum í Nýja Islandi. 011 eru börn þeirra Guttorms og Jensínu hin
mannvænlegustu, og stór hópur barna og barnabarna sver sig 1
sömu ætt.
Guttormur andaðist á sjúkrahúsi í Winnipeg 23. nóv. 1966, rúm-
um degi eftir 88. afmælisdag sinn. Um heilsufar hans fer Haraldur
Bessason prófessor þessum orðum í ágætri minningargrein um hann
í Lögbergi-Heimskringlu 1. des. 1966:
„Á dánardægri sínu var Guttormur þrotinn að líkamskröftum,
en andinn lét ekki bugast. Ein af óskum þessa óvenjulega manns var