Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 18
16
MÚLAÞING
að fá nýjar bækur að lesa. Þannig var sjálf banastundin í fullu sam-
ræmi við þær stundir, sem á undan voru gengnar.“
Guttormur var til moldar borinn í heimabæ sínum, Riverton,
Manitoba, að viðstöddu fjölmenni þaðan úr byggðinni og miklu
víðar að, er safnazt hafði saman til þess að votta hinu vinsæla og
mikilhæfa skáldi virðingu sína og þökk.
Það var, eins og ég hef annars staðar sagt, íslenzkt haustveður,
svalt og bjart, á útfarardegi hans. Þegar samferðafólk mitt og ég
ókum af stað frá Riverton áleiðis til Winnipeg, varð mér litið í
áttina til Sandy Bar, og orð skáldsins úr samnefndu, fögru og frægu
kvæði hans urðu mér að lifandi veruleika:
........heiður himinn
hvelfdist yfir Sandy Bar,
himinn, landnám landnemanna,
ljómaði yfir Sandy Bar.
Mikill landnámsmaður í ríki andans hafði safnazt til feðra sinna
í landinu ókunna handan grafar.
IV
Skólamenntun Guttorms var, eins og að framan greinir, af mjög
skornum skammti, en hann bætti sér hana upp með víðtækum lestri
ævilangt, og átti mikið og merkilegt safn valinna rita, einkum bók-
mennta í bundnu og óbundnu máli á íslenzku og ensku. En þeim,
sem fræðast vilja um kynni hans af íslenzkum og erlendum bók-
menntum, sérstaklega fram eftir árum, verð ég, rúmsins vegna, að
láta mér nægja að vísa til SAdrais-ritgerðar minnar og framan-
nefnds bæklings míns um skáldið.
Þegar litið er, hins vegar, á allar aðstæður Guttorms til bók-
menntaiðjunnar, verða afrek hans á því sviði ennþá eftirtektar-
verðari og óvenjulegri, og bera því fagurt vitni, hvernig rík skap-
andi skáldgáfa hans hóf hann yfir alla fjallgarða örðugleikanna og
opnaði honum sýn inn í umhverfi hans og hversdagslíf, svo að hann
fann þar yrkisefni fjölda frumlegra, fagurra og svipmikilla kvæða.
Ekki þarf nema að telja upp bækur Guttorrns, svo að öllum megi