Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 21
MÚLAÞING
19
hafði stjórnað hljómsveitum í Nýja íslandi og víðar í byggðum ís-
lendinga vestan hafs:
Stigið er jafnt og leikið göngulag.
Lúðrasveit prúðklædd fer um strætið eldi
listar að hefja hug í æðra veldi,
fellur við sérhvert fótmál trumbuslag.
Margradda hrika hrönnin rís og fellur,
hvassviðri frá sér gullnir barkar anda,
gerist af hljómi brim. Til beggja handa
hafalda söngs á húsaröðum skellur.
Bergmálsins eigið bergmál endurkalla
byggingaraðir. Sérhvert hús er lúður
himins, að kalla alla í eina hjörð.
Loftskjálftinn berst til grunna hárra halla,
hristist og thtra stafna þil og rúður.
Lýðurinn sjálfur lyftist upp frá jörð.
Þá eru ádeilukvæðin snar þáttur og merkilegur í skáldskap Gutt-
orms, enda var hann gæddur djúpri réttlætistilfinningu og mann-
ást, og brann í brjósti sambærilegur umbótahugur. Lesi menn t. d.
kvæði hans „Gullkálfurinn," þar sem leikandi glettni og beisk háð-
nepja haldast í hendur. Ádeilukvæði hans eru löngum táknræn, og
eykur það bæði skáldskapargildi og áhrifamagn þeirra.
A það ennfremur við um hin mörgu táknrænu kvæði Guttorms
almenns og heimspekilegs efnis, ekki sízt frá seinni árum, svo sem
hið snilldarríka kvæði hans ,,Jarðgöngin“ í Kanadaþistli. Þar er
einnig ágætiskvæðið „Torfbærinn,“ sem bæði er táknræns eðlis og
um leið raunsönn og áhrifamikil lýsing á því gróðurríka andlega
lífi, sem þróaðist á torfbæjunum í íslenzkum sveitum öldum saman:
Listin var hinn ljúfi gestur,
langra kvelda hæfði vökum,
skinnhandrita skemmtilestur,
skáldin létu fjúka í stökum,