Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 22
20
MÚLAÞING
Gesturinn kvaS með glöðum snótum
gamalkunnu rímnalögin,
eftir sínum eigin nótum,
undir léku hjartaslögin.
Snúningsþytur snældna og spólna,
snilldar-strokhljóð kambatinda
kliðuðu á vökum vetrarsólna
værukæru næði að hrinda.
Ádeiluhneigðar Guttorms gætir eigi síður í lausavísum hans en
í lengri kvæðum, og svipmerkir gráglettni sumar þeirra, en í öðr-
um er græskulaust gamanið efst á baugi; á hvorn strenginn, sem
hann slær, eru ferskeytlur hans löngum beinskeyttar. Eftirfarandi
hringhenda er vel kveðin, táknræn og markviss:
Eg átti ekki stélfrakka’ í eigu til,
en aðeins þelstakk og hettu,
að etja við helblakkan hríðarbyl
á heimsins Melrakkasléttu.
Guttormur orti fjölda tækifæriskvæða, sem eru misjöfn, eins o
verða vill um slíkan kveðskap, en ósjaldan eru þar ágæt tilþrif, o
sum þeirra kvæða hans bæði snjöll og stórbrotin. Glæsilegt dæmi
þess er kvæðið, sem hann orti við heimsókn Tweedsmuir lávarðar,
landsstjóra Kanada, til Gimli, en hann var bæði víðkunnur rithöf-
undur og heilshuga Islandsvinur. Þriðja og fjórða erindið fara hér
á eftir:
Hér hófst vort landnám tryggðum treyst
í trú á þjóðar sæmd og heiður.
Hér var vor fyrsta frumbyggð reist.
Hér festi rætur norrænn meiður.
Hann brann, hann kól, hann lifði og lifir
allt lágt og smátt að gnæfa yfir.
Vér óskum þess, að út um mörk,
sem enn ei rýmdi fyrir plógi,
hann ilmi líkt og íslenzk björk
to to