Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 23
múlaþing 21
— — ein ung í Hallormsstaðaskógi,
og af því helzt þú hafir veður.
Ei hryggir oss, ef slíkt þig gleður.
En Guttormur hellti eigi aðeins örlátlega úr skálum skáldskapar-
gáfu sinnar á hátiðarstunduin í sögu sveitar sinnar eða á fagnaðar-
stundum í lífi samferðamanna sinna. Hann fylgdi einnig í ljóði
mörgum þeirra síðasta spölinn hérna megin grafar og inn í ókunna
landið. Eru erfiljóð hans oft bæði prýðisvel ort og samtímis glögg-
ar mannlýsingar, og færði ég nokkur rök að þeim ummælum með
dæmum úr bókum skáldsins í Eirnreiðargre'm minni um hann.
Eins og að framan var vikið að, ólst Guttormur upp við sterk
íslenzk menningaráhrif á æskuheimili sínu í Nýja lslandi, enda var
byggðin rammíslenzk á þeirri tíð og lengi fram eftir árum, og enn
lifir þar víða vel í gömlum glæðum íslenzkum. Ekki þarf heldur
lengi að blaða í kvæðabókum Gutlorms, til þess að komast að raun
um það, hve sterkum böndum hann var tengdur fæðingarsveit sinni,
hve djúpum rótum hann stóð í íslenzkum menningarjarðvegi og
hve fasttengdan hann fann sig vera ættjörðinni. lJað er hverju orði
sannara, sem Orn Arnarson segir um Guttorm í stórbrotnu og snilld-
arlegu kvæði sinu til hans, „Ljóöabréf til Vestur-Islendings“:
Því Island var ætíð þitt draumland,
frá æsku í huga þér brennt.
Um hitt er óþarft að fjölyrða, enda rakti ég það allítarlega í grein
minni í Eimreiðinni, hve rnikill Kanadamaður Guttormur var, sam-
hliða því og hann var ágætur Islendingur í sönnustu merkingu þess
orðs.
íslandskvæði hans, orl löngu áður en hann heimsótti ættjörðina
fyrsta sinni, eru órækur vottur þess, hve djúpstæð ítök hún átti í
huga hans og hjarta. En það var ekki fyrri en 1938, að hann fékk
að líta augum hið langþráða draumland siitt á norðurvegum, og svo
öðru sinni sumrið 1963, þá hálfníræður að aldri; en þrátt fyrir há-
an aldur, var hann svo ern líkamlega og andlega, að hann naut
þeirrar heimferðar jafn vel og hinnar fyrri. Hann var einnig, að