Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 25
MÚLAÞING
23
Frumtónalögin fossa töfra valdsins
fornhelgri landsins tign er mest við hæfi,
þau eru hennar þegnum eggjan sterk.
Þrátt fyrir sóun aflsins —--áframhaldsins
öryggi virðist tryggt með jökli og snævi-----
máttur er þar, sem megna kraftaverk.
I „Orðsendingu til Islands,“ seinustu vísunni í Kvæðasafni hans,
lýsir Guttormur því á ógleymanlegan hátt, hvað Island hafði verið
honum og hve hjartfólgið það var honum að sama skapi:
Vinsemd þín, nú veit ég það,
var mér bezta gjöfin.
Framar skilur okkur að
ekkert nema gröfin.
Guttormur var sérstæður og svipmikill persónuieiki, og heil-
steyptur í lund. Lífsviðhorf hans er ljósu letri skráð í kvæðum hans,
eins og þegar hefur verið gefið í skyn með skírskotun til þeirra. Þar
finna sér framrás réttlætis- og sannleiksást hans, og djúp og sterk
samúð hans með smælingjunum, öllum þeim, sem áveðurs standa í
lífsbaráttunni. I kvæðum hans kemur einnig fram frjáislyndi hans
í trúarefnum, og sýnilegt, eins og ég hef sagt annars staðar, að á
því sviði var hann sannleiksleitandi efasemdamaður. 1 því sam-
bandi er vísan hans „Leitin“ næsta athygiisverð:
Sannieiksleit
er að læra að þekkja
sína eigin sál.
Sá einn er sig
sjálfan gjörla
þekkir, þekkir guð.
En hugsjónaást hans bera vísurnar „Hámarkið" glöggt vitni, en
þær eru meðal þess seinasta, sem frá honum kom á prenti (Lögberg-
Heimskringla, 28. júlí 1966):