Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 28
26
MÚLAÞIIMG
lifði. (Hjörleifur deyr 18. október 1831). Þetta varð niðurstaðan.
Að þessu ákveðnu, segir Sigfús, sneri hann sér að Valgerði og vildi
hrifsa til hennar og sagði að hún hefði ætlað að fleka Manga sinn,
en það hefði farið sem betur fór eða einu gilti að hann hefði dáið;
og ætlaði að draga Valgerði út og lúskra henni, en þeir bræður
hafi getað komið í veg fyrir það og þótzt heppnir að geta sefað
karlinn sem þá var reiður.
Hvaða sannleiksgildi þessi frásögn Sigfúsar hefur veit ég ekki.
Má vera að hún sé sönn að einhverju leyti. En það heyrði ég haft
eftir Ragnheiði dóttur Guðmundar að Magnús hafi lagt upp með
fólkinu suður og fór það um svokölluð Sandaskörð til Héraðs, en
er upp kom í sköröin hafi Magnús hnigið niður örendur. Þetta man
ég glöggt að haft var eftir ömmu minni af Kristínu tengdadóttur
hennar, en hún fór vel með heimildir.
Árni Hjörleifsson og Guðrún Þorsteinsdóttir frá Geitavík hafa
gengið í hjónaband árið 1828, en Árni lézt eftir fárra mánaöa sam-
búð þeirra. Guðrún eignast dóttur 1829 og var hún skírð Björg.
Hún ólst upp á vegum Stefáns föðurbróður síns og Guðríðar konu
hans.
Þegar í Starmýri kom tók við bústjórn Guðlaug systir Guðmund-
ar. En árið 1830 giftist Guðmundur Sigríði Árnadóttur frá Star-
mýri, hún var þá nýflutt þaðan að Hvalnesi í Lóni. Faðir hennar
var Árni Jónsson bóndi á Starmýri, en móðir Ragnheiður Stefáns-
dóttir líka á Starmýri, dáin 1820. Hvort þetta fólk hefur flutt frá
Starmýri þegar Guðmundur kom veit ég ekki, en synir þeirra þrír
voru þá orðnir búendur; Guðmundur á Hnaukum, Stefán á Hval-
nesi í Lóni og Siguröur að Hvammi í Lóni.
1. Guðmundur í Hnaukum átti þrjár dætur og giftust tvær þeirra
að Melrakkanesi; Steinunn Eyjólfi Halldórssyni bónda þar og Guð-
rún Birni bróður hans. Voru þeir bræður frá Flugustöðum, synir
Halldórs bónda Björnssonar prests Þorleifssonar að Hofi. Var jörð-
in Melrakkanes í eigu þessarar ættar til síðustu ára.
2. Stefán bóndi á Hvalnesi í Lóni. Kona hans var Oddný Sveins-
dóttir hreppstjóra á Flugustöðum Eyjólfssonar prests Teitssonar á
Hofi. SíÖar bjó Sveinn að Hvalnesi í Lóni. Börn þeirra Stefáns og
Oddnýjar voru rnörg, þ. á. m. Jónar tveir bændur að Krossalandi í