Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 30
28
MULAÞING
Starmýri fyrst í stað. llún giftist síðan fljótlega ungum manni Sig-
urði Markússyni frá Flugustöðum og byggði Guðmundur yfir þau
bæ þar sem hét í Stekkj artúni, sem er stutt austan við tún Guðmund-
ar. Markús faðir Sigurðar var Jónsson frá Byggðarholti í Lóni, en
kona Markúsar var Þórey Sigurðardóttir eldra í Hamarsseli í
Hamarsdal, Antoníussonar.
Guðlaug varð skammlíf og eignuðust þau ekki börn. En Sigurð-
ur giftist aftur Sigríði Eyjólfsdóttur á Melrakkanesi, Halldórsson-
ar frá Flugustöðum. Sigurður drukknaði í Hamarsfirði vorið 1854
við fjórða mann.
Um Valgerði Olafsdóttur er það að segja, að hún eftir lát Magn-
úsar ástmanns síns flutti suður, sennilega í Starmýri. Hún giftist
Jóni Markússyni frá Flugustöðum bróður Sigurðar. Þau fluttu til
Lóns, gátu ekki fengið jarðnæði í Álftafirði en fengu leyfi hjá prest-
inum á Stafafelli að byggja sér bæ inni í svokölluðu Eskifelli langt
fyrir innan alla byggð. Þar bjuggu þau i 12 ár og eignuðust fjölda
fjár, en heyrt hef ég að þau hafi komið þangað með sex ær með
lömbum. Mun fé þeirra hafa lifað þarna á útigangi í fjöllunum.
Þaðan fluttu þau að Hlíð í Lóni, keyptu þá jörð og bjuggu þar
rausnarbúi æ síðan. Var Jón sagður fjárríkasti bóndi í Lóni á sín-
um búskaparárum. Um þau Jón og Valgerði má lesa i Austurlandi,
eftir Eirík skólastjóra Sigurðsson á Akureyri, en Jón var langafi
hans í móðurætt.
HVERNIG ÞEIR FEÐGAR EIGNUÐUST STARMÝRI
Þegar séra Gísli Gíslason lét af prestsskap á Desjarmýri fyrir
aldurs sakir tók við brauðinu af honum Halldór prestur sonur hans.
Ilafði hann áður verið aðstoðarprestur föður síns í nokkur ár áður
en sr. Gísli sagði af sér. Halldór prestur fórst í Njarðvíkurskriðum
sem kunnugt er á voveiflegan hátt.*
* Það er mjög útbreiddur misskilningur, enda víða prentaður í heimildum
sem eiga að vera áreiðanlegar að sr. Ilalldór Gíslason hafi farizt í Njarðvík
urskriðum. Hann fórst í svonefndum Prestabana sem er klettabás við sjó á
Landsenda alllangt sunnan við Skriður. Gatan lá tæpt á básbrúninni og hafði
liann kastazt þar fram af ásamt hesti þeim, er hann reið, og var látinn er að
var komið. Þetta var 14. júní 1772. — S. Ó. P.