Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 32
30
MÚLAÞING
drýgindi þegar aflahlaup komu við Styrmishöfn sem er við Þvottár-
landið. Oft stutt á mið þegar fiskur gekk á grunnið, líka oft sótt
lengra til. Eg hef heyrt þess getið að eitt sinn á útmánuðum hefðu
nokkrir bátar róið frá Styrmishöfn í sæmilegum sjó og var sótt
lengra til. Breytti þá veðri skyndilega til hins verra, renndi á með
austan sem er hin versta átt við höfnina, og varð höfnin ófær á
skammri stund. Bátar náðu landi nema Starmýrarbáturinn. Hval-
neskrókur var líka ófær því sunnanátt var áður. Var því ekki um
annað að ræða en að leita austur á Búland og berja á móti vindi
og kannski falli. Nú barst þessi frétt í Starmýri með sjómönnum
innan af bæjum. Varð fólkið mjög hugsjúkt um afdrif bátsins,
enda sótti myrkur að og vegalengdin fjögurra tíma róður eða meira
í mót höggi. Guðmundur tók þessari frétt með ró, sagði það vrði
ckki slys. Hann gekk út og inn líkt og Njáll í Þórólfsfelli, var fá-
máll og þungbúinn á svip. Ei-tt sinn er hann kom inn, en þá var kom-
ið myrkur, sagði hann: „Nú er allt gott, þeir eru komnir austur á
Búland.“ Þetta reyndist, þeir náðu í svokallaðan Jakobsvog. En
spurningin er: Hvernig fékk Guðmundur þessa vitneskju? Ekki
gat hann séð bátinn. Einn af bátsmönnum var Jón Jóhannesson frá
Hnaukum. Ég heyrði Guðmundi þannig lýst af Kristínu Jónsdóttur
frá Hnaukum, en hún var um fermingu er hann lézt og mundi hann
vel:
Hann var á vöxt í hærra meðallagi, breiður um herðar og mið-
mjór, hafði smáa hönd fannhvíta. Hann var kringluleitur og föl-
leitur, fremur ljóseygur, skolbrúnn á hárlit með rauðgult alskegg.
Hann gekk ávallt lotinn og skálmaði áfram eins og hann þyrfti
ávallt að flýta sér, hann var áberandi gormæltur. Löngum var hann
hljóður og fáskiptinn og virtist oft vera í þönkum, þó gat hann oft
verið ræðinn við þá sem hann taldi vini sína. Ekki leitaði hann
eftir vináttu manna, en eignaðist þó marga vini, og ekki sízt af því
mannfólki sem við ýmsa erfiðleika átti að stríða og hjá því hlaut
hann bæði virðingu og traust. „Mér var kunnugt um hjálpsemi
hans,“ sagði Kristín, ,,því hann dró oft skugga frá augum okkar
fátæklinganna á Hnaukum.“ En við letingja og umrenninga sem
vinnufærir voru gat hann oft verið beizkur í orðum. Líka var sagt
að hann væri ekki presta vinur, þeirra er hann teldi ásælna og á-