Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 33
múlaþing
31
genga og ekki þjóna eins vel og þeim bæri þeirri köllun sem þeir
böfðu verið vígðir til. Má vera að hann hafi þótzt hafa fulla ástæðu
til þess vegna deilu sem hann átti í út af fjörumálinu á Starmýrar-
fjöru. Ef til vill hefur þetta verið rótgróin ættarfylgja þeirra feðga
þótt þeir hefðu mikið prestablóð í æðum, sbr. átök Hjörleifs við þá
stétt.
Eins og áður getur var Sigríður Arnadóttir fyrri kona Guðmund-
ar og var sex árum eldri fædd 1794 en dáin 21. júlí 1845. Hún var
sögð kona hæglát og góð húsmóðir. Stundaði hún sín húsmóður-
störf af kostgæfni, en var sögð mjög heilsuveil, enda varð hún ekki
gömul. Þegar Sigríður giftist Guðmundi fylgdi henni bróðurdótt-
ir hennar, Ragnheiður dóttir Stefáns bónda á Hvalnesi í Lóni þá
níu ára og dvaldist síðan með frænku sinni meðan hún lifði og tók
við bústjórn að henni látinni og varð seinni kona Guðmundar. Þau
Guðmundur og Sigríður eignuðust tvö börn, Ragnheiði og Magnús.
Stefán sterki Olafsson frá Húsavík flæktist eitthvað um Álfta-
fjörð eftir að hann hvarf frá búskap i Víðidal í Lóni, var hann þá
mest á Starmýri. Guðmundur ýtti á hann til verka, en Stefán var
mesti letingi, og hafði Guðmundur hann með sér á engjar. Eitt sinn
voru þeir Guðmundur og Stefán að koma af engjum utan af Teig-
um og var Ragnheiður með þeim, þá um fermingu. Læna frá Selá
rann stutt utan við túnið á Starmýri. Guðmundur tók Ragnheiði á
handlegg sér og hélt á henni yfir lænuna, en Stefán óð á eftir. Er
þau komu yfir sagði Stefán: „Þetta verður nú seinni konan þín.“
Guðmundur svaraði fáu, aðeins: „Haltu kjafti.“ Ekki heyrði ég
talað um að Stefán hefði verið talinn forspár. Guðmundur var tal-
inn umbótamaður og starfsmaður mikill og sá glöggt hvað til bóta
horfði. Fyrir ofan bæinn á Starmýri sem stendur á gömlum sjávar-
hrygg var ber melur. Hann lét flytja áburð á melinn utan af Star-
mýrarteigum úr byrgi sem fé var oft hýst í og hét Stóri-Pínir. Á-
burðinn flutti hann í mólaupum, dreifði yfir melinn og þakti svo
með heytorfi. Líka byggði hann öflugan grjótgarð norðan við tún-
ið, en ekki mundi hann nú talinn haganlega settur. Þá var hann að
láta byggja fjárborg inní á miðjum Starmýrardal þar sem heitir
Selfjall, og skyldi fé haft þar á meðan hagi var á dalnum, en lézt
áður en því verki var lok'ið. Fjármaður hafði Guðmundur ekki ver-