Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 42
40
MÚLAÞING
hvefsinn og stríðinn í orðum og komst oft neyðarlega að orði og
líka sniðuglega, enda mun hann hafa verið maður óheimskur. Hann
lézt í sinni fæðingarsveit Bæjarhreppi í Lóni fatlaður og í hárri elli.
OFEIGUR ÁRNASON
Maður hét Ofeigur. Hann var Arnason. Ættaður mun hann hafa
verið úr Skaftafellssýslu. Kona hans hét Steinunn, en að öðru leyti
er mér þessi ætt ekki kunn.
Þau höfðu búið í Svínhólum í Lóni, en voru nú í húsmennsku
hjá Stefáni Hjörleifssyni að Starmýri. Ófeigur átti nokkuð af kind-
um og hafði hús fyrir þær uppi í hraununum fyrir ofan Starmýrar-
bæinn þar sem heitir í Skörðum og eru tætturnar greinilegar enn
og geyma nafn Ófeigs. En Guðmundur átti sín ærhús neðar á meln-
um og hét á Mölum.
Ærsmali Guðmundar kvartaði um að Ófeigur væri stöðugt að
þvælast með sínar kindur fyrir og gerði usla og óróa í ánum hjá sér,
Eitt sinn er Ófeigur kom frá kindum sínum gekk hann um hlaðið
á heimabænum, en svo var bær Guðmundar nefndur til aðgreining-
ar frá hinum. Guðmundur var úti ásamt fleirum. Hann vék sér að
Ófeigi og ávítaði hann fyrir þetta háttalag, að vera að þvælast með
sínar kindur í annarra fé og gera þar usla og óróa. Ófeigur var
sagður orðhákur og svaraði Guðmundi fullum hálsi, sagðist vera
í skjóli Stefáns og hann ætti landið alveg eins og Guðmundur og
kvaðst hann mundu hafa sínar kindur þar sem sér sýndist hvað
sem hann segði.
Þessu svaraði Guðmundur engu, en nú reiddist hann, sneri sér
að Ófeigi, þreif hann á loft og þeytti langan veg. Jörð var frosin og
auð, en ekki sakaði Ófeig. Hann spratt upp ómeiddur, steytti hnefa
að Guðmundi og sagðist skyldu muna honum þetta og launa þótt
seinna yrði. í þessum svifum kom Steinunn kona Ófeigs út úr þeirra
bæ og sá mann sinn á fluginu, spretta upp og steyta hnefa að Guð-
mundi. Kallaði hún þá til hans og sagði:
„Hvað gerir þú auminginn þinn, ertu að steyta hnefa að óhappa-
manninum?“
Ég hef heyrt þriggja dætra þeirra Ófeigs og Steinunnar getið.