Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 44
42
MULAÞING
LEIÐARLOK GUÐMUNDAR. _ GETIÐ AFKOMENDA HANS
Haustið 1859 var Guðmundur staddur á Djúpavogi einhverra er-
inda. Veður var svalt á norðan og kalsi. Hann var lausríðandi.
Hann kom að bænum Hamri í Hamarsfirði, en hafði þar litla við-
dvöl. Þá bjó þar Antoníus Sigurðsson, en kona hans var Björg
bróðurdóttir Guðinundar. Hann gat þess að hann væri háiflasinn,
en hélt för sinni áfram, framhjá Melrakkanesi og í Geithella, en
þá var hann orðinn helsjúkur. Þar bjuggu Jón Eiríksson og Hildur
Brynjólfsdóttir, þau voru miklir vinir Guðmundar. Vildu þau kvrr-
setja hann, en við það var ekki komandi. Hann kvaðst vilja ef auð-
ið væri að komast heim til hennar heillu sinnar, en svo mun hann
jafnan hafa nefnt konu sína. Jón reið svo með honum.
Ekki gat hann farið nema fetið, takið sem hann var búinn að
fá var svo sárt. Hann komst heirn með numindum óstuddur á hest-
inum og lézt eftir fárra daga legu hinn 4. nóvember 1859.
Menn voru harmi lostnir er lát Guðmundar spurðist. Hann var
maður mjög vinsæll og hafði á margvíslegan hátt greitt götu svo
margra er tii hans leituðu bæði innan sveitar og utan og gefið góð
ráð sem vel höfðu gefizt. Nú var hann horfinn þeim sjónum. En
sárastur var missirinn ungri konu og uppvaxandi börnum sem öll
voru innan fermingaraldurs nema fyrrikonubörnin tvö.
Guðmundur og Sigríður áttu tvö börn sem fyrr segir.
1. Ragnheiður, giftist ung Einari Magnússyni ættuðum af Mýr-
um í Austur-Skaftafellssýslu. Þau bjuggu nær allan sinn búskap í
Stekkjarhjáleigu í Hálsþinghá. Þau áttu 15 börn, sum dóu ung, tvö
uppkomin, en fimm komust til fullorðinsára og létust öll í hárri elli,
einn sonur sem ekki er ætt frá, og fjórar systur sem urðu kynsæl-
ar og er mikil ætt frá þeim komin.
2. Magnús, giftist Guðrúnu frá 'Hnaukum Jónsdóttur Jóhannes-
sonar, en móðir hennar var Þórunn Sigurðardóttir frá Múla Bryn-
jólfssonar. Þau áttu þrjú börn og er ætt frá einu þeirra. Magnús
átti dóttur áður en hann giftist Guðrúnu, og er ætt frá henni aust-
ur um firði.
Seinnikonubörn Guðmundar voru átta, en hvernig þau voru í
röðinni eftir aldri man ég ekki.
1. Sigríður eldri, giftist Sigurði Björnssyni frá Flugustöðum.