Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 45
MULAÞING
43
Þau eignuðust átta börn, en engin ætt er frá þeim.
2. Sigríður yngri, giftist Finni Jóhannssyni Malmquist. Þau
bjuggu fyrst að Starmýri, en fluttu svo til Reyðarfjarðar. Attu tvö
börn, Björn og Ragnheiði, og eru ættir frá þeim.
3. Oddný, giftist Jóni P. Hall verzlunarmanni og síðar bónda og
hreppstjóra um langt árabil hér í sveitinni, bjuggu að Starmýri,
áttu ekki börn, en ólu upp systurdóttur Oddnýjar, Stefaníu sem gift
er Þórarni Jónssyni fyrrum bónda þar.
4. Ragnheiður, dó um þríugt. Átti ekki afkomendur.
5. Halldóra. Mig minnir hún vera tvíburi á móti Sigríði yngri.
Var tekin í fóstur að Rannveigarstöðum af hjónunum þar Árna Ei-
ríkssyni og Ingigerði Jónsdóttur, dó átta eða níu ára.
6. Stefán, giftist ekki og átti ekki afkomendur.
7. Guðleif, giftist Brynjólfi Jónssyni frá Geithellum. Þau eign-
uðust margt barna og er mikil ætt frá þeim komin. Kunnast af þeirra
börnurn er Jörundur bóndi i Kaldaðarnesi fyrrum þingmaður Ár-
nesinga.
8. Barn sem ekki mun hafa hlotið skírn.
Þegar Guðmundur lézt var Stefán sonur þeirra barn að aldri, níu
ára. Stjórnaði því Ragnheiður búi sínu sjálf með aðstoð tveggja
manna sem hjá henni voru á vist. Annar var Jón Andrésson, mun
hafa verið að austan og komið hingað með því fólki og hjá því var
hann viðloða fram á gamalsaldur að hann fluttist aftur austur til
einhverra ættingja sinna. Hinn var Sigurður Jónsson frá Núpshjá-
leigu á Berufjarðarströnd, kallaður Sigurður tu.
Bú Ragnheiðar mun hafa haldizt í sæmilegu horfi fram til árs-
ins 1867, en þá varð stórfellir og féll fénaður hennar eins og ann-
ars staðar og var heimilið lengi að ná sér upp aftur. Er Stefán son-
ur hennar óx upp tók hann að öllu leyti við bústjórn.
Stefán var hinn mesti myndarmaður, hár og beinvaxinn, fríður
maður og stilltur og prúðmannlegur í allri framgöngu, en allmjög
hugsandi og löngum hljóður, en gat tekið þátt í gamansemi og sak-
lausri skemmtun, þó skapríkur, en stillti ávallt í hóf. Hann var fjár-
gæzlumaður og sérlega umgengnisgóður, lítt hneigður til búsýslu,
var talið að honum væri búskapur utanbrautar. Sjómaður þótti
hann góður og mjög hneigður fyrir allan veiðiskap. Árið 1894