Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 49
MÚLAÞINC
47
Tvennt annað kemur til álita um útgáfuna en textaútgafan sjálf,
sem telja má með ágætum, sem þegar er sagt.
Annars vegar eru það formálarnir. Hins vegar eru það skýring-
arnar neðanmáls. Verður fyrst rætt um formálana.
Um Þorsteins sögu hvíta beitir útgefandinn í formála sínum all-
mjög getspekt fornritafræðinganna. Komi söguatriði heim við frá-
sagnir í öðrum sögum, er talið, að þær séu til þeirra sóttar. Hitt
hvarflar þeim ekki í hug, að rétt geymdar munnlegar sögur séu ritað-
ar með sama eða líku orðalagi, hver sem þær ritar. Aftur stafi það
af misjafnlega traustri munnlegri geymd, ef á milli her. Stundum
bregður til hins vegar, að síðari söguritarar eru taldir ekki hirða
um að hafa rétt eftir eldri ritaðar frásagnir, sem þeir hafa fyrir sér
eða jafnvel afbaki þær viljandi.
IJm Vopnfirðinga sögu, Þorsteins þátt stangarhöggs og Olkofra
þátt er alllangt mál og með líkum einkennum getfræðinnar, sem ein-
kenna formála getfræðinnar. Langt er sótt sú getgáta — en ekki sér-
staklega sannfærandi — að auknefni Brodd-Helga sé sótt í Trjóu-
manna sögur, en að hið rétta tilefni til auknefnisins hafi verið
gleymt, þegar sagan var rituð. Frumsmíð útgefandans er þessi til-
gáta þó ekki. Sigurður prófessor Nordal hafði borið hana fram áð-
ur í formála fyrir III. bindi Fornritaútgáfunnar, og gengur hún
þannig frá einum formálanum til annars.
í formálanum fyrir Hrafnkels sögu Freysgoða styðst útgefandinn
mjög við tilgátu og ályktanir útgáfustjórans í sérstöku riti hans um
söguna, sem hann' nefnir Hráfnkötlu. Telur hann söguna einbera
skröksögu. Og í því fylgir útgefandinn dyggilega læriföður sínum.
Helztu rökin til þess, að Hrafnkels saga sé skröksaga telja þeir
þessi. 1. Að hún sé of vel sögð og of rökræn til þess að geta verið
sannfræðileg. 2. Að söguna greini á við Landnámu og austfirzku
sögurnar í ýmsum atriðum. 3. Að Þjóstarssynir, Þorgeir og Þorkell,
komi ekki við aðrar sögur, og geti því ekki hafa verið valdamenn
á Vestfjörðum. 4. Að ékkert rúm hafi verið fyrir mannaforráð
Hrafnkels á Fljótsdalshéraði. 5. Að enginn Laxárdalur hafi verið á
Austurlandi, því geti kona Hrafnkels ekki hafa verið dóttir Skjöld-
ólfs í Laxárdal.
Um gildi þessarar ,.raka“ má henda á: