Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 51
MÚLAÞING
49
Mörgum við'urkenningarorðum er í formálanum farið um þessar
og aðrar tilgátur Nordals. Niðurstöður hans eru sagðar „prýðilega
rökstuddar,“ „öruggar og óhrekjanlegar,“ „djarflegar(að vísul), en
laukréttar." Slíka aðdáun og undirgefni við læriföður sinn má kalla
lofsverða. En ávinningur myndi það hafa orðið við útgáfu sögunnar,
ef til hefði valizt maður óháðari í skoðunum.
Um það bil tveimur blaðsíðum, af nítján alls, ver útgefandi til
þess efnis, sem nauðsynlegt má teljast fyrir útgáfu sögunnar.
í fyrri útgáfum Hrafnkels sögu hefur úr einni skammstöfun hand-
ritanna Fljótsdalsh. á nokkrum stöðum verið lesið Flj ótsdalshérað
í stað heiði. Þetta leiðréttir útgefandi og gjörir grein fyrir neðan-
máls (bls. 99).
Lýsing sögunnar á Hallfreðargötu, hinni fyrri og síðari, stytztu
leiðinni, sem þeir feðgar fóru um Fljótsdalsheiði milli bústaða
sinna, er hinum ókunna útgefanda eðlilega torráðin gáta, og villist
hann þar af leið. Hyggur, að Hallfreðargata hafi legið um Hérað
allt upp að Kleif í Fljótsdal og þaðan þvert yfir heiðina að Aðal-
bóli. Kunnugum er leiðarlýsingin auðskilin.
Upphaflega leiðin hefur legið frá Hallfreðarstöðum inn á sporð
Fljótsdalsheiðar og áfram suður urn heiðina miðja eftir svonefnd-
um Miðheiðarhálsi, þurra leið og torfærulausa allt þangað suður,
sem Bessagötur lágu um heiðina þvera til Jökuldals. Þaðan hefur
verið tekin skáleið um vesturhluta heiðarinnar, stytzta leið til
Hrafnkelsdals (Aðalbóls). A þeirri leið eru sums staðar rótlitlir
flóar (blautar mýrar). Liggur sú leið um hliðið, sem er á milli Ey-
vindarfjalla og nefnt er Fjallaskarð.
Til þess að losna við hina torfæru flóa breyttu þeir leiðinni þann-
ig, að halda áfram suður Miðheiðarháls, þar til komið var þvert af
Aðalbóli. Er þá farið sunnan við fjöll þau, sem standa á heiðinni
(Eyvindarfjöllin), eins og segir í sögunni. Síðari leiðin er torfæru-
laus, en eðlilega nokkuð lengri, en samt stytzta torfærulausa leið-
in, sem farin varð milli Aðalbóls og Hallfreðarstaða.
Hér má geta þess, að Sigurður Vigfússon fornfræðingur gerði
ýtarlega athugun á staðháttum í Hrafnkelsdal á fornrústum, sem
við koma Hrafnkels sögu. Taldi hann þær styrktu mjög sanngildi
söguviðburðanna. I Hrafnkötluriti sínu afgreiðir Sigurður prófess-