Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 52
50
MÚLAÞING
or Nordal athuganir Sigurðar fornfræðings með fáeinum háSsyrS-
um.
Formáli Droplaugarsona sögu er langt mál (25 bls.). Raktar eru
tilgátur fræSimanna um söguna, fallizt á sumar, en aSrar véfengd-
ar. Borinn er saman mismunur handrita, hugleitt um missagnir viS
aSrar sögur o. fl. Telur útgefandi, aS frumritari sögunnar hafi
stuSzt viS óþekkt fræðirit, sem hann nefnir „Ævir.“
Sem kunnugt er, og einsdæmi um Islendingasögur, getur Drop-
laugarsona saga um heimildarmann eða höfund sögunnar. Er hann
sagður í þriðja ættlið frá Grími Droplaugarsyni. Ekki vill útgef-
andi taka þetta gilt, eins og frá því er sagt, hvorki, að sá maður
hafi ritað söguna, sem til er nefndur, né að hún hafi verið rituð
samtímis því, sem hún var sögð. Líklegra þykir honum, að maður,
sem hlýddi á hana á ungum aldri, hafi skrifa'ð hana, ekki fyrr en á
gamals aldri. VandséS er, hver ávinningur er að svona meðferð
heimilda.
Fljótsdæla sögu þótti útgefanda vafasamt, hvort gefa bæri út meS
Austfirðingasögum öðrum, vegna þess hvað hún er seint rituð, að
talið er. Nefnir hann hana „síðgotung í þeirri bókmenntagrein,
sem kölluð er tslendingasögur.“ Telur söguna skáldsögu með nokkru
sögulegu ívafi, samda til skemmtunar mönnum. Efni hennar telur
hann reytt saman úr fjölmörgum handritum (prentaðar voru sög-
urnar ekki til), sem höfundurinn hefði þá þurft að hafa með hendi.
Nefnir hann þar Droplaugarsona sögu, Laxdæla sögu, Njáls sögu,
HallfreSar sögu, Vatnsdæla sögu, Finnboga sögu ramma, Ljósvetn-
inga sögu, Hrafnkels sögu, Þorsteins sögu hvíta, Orkneyinga sögu,
Brandkrossa þátt, Vopnfirðinga sögu, og enn fleiri sögur þykja koma
til greina. Þetta hefði ekki verið smálítill handritakostur í eins
manns umráðum.
Upphaflega er þetta tilgáta Kristjáns Kálunds, sem fyrstur gaf
söguna út (1883). En útgefandinn fellst á hana í einu og öllu.
Séra Jón Jónsson hinn fróði í Bjainarnesi (síðar Stafafelli) and-
mælti þessum tilgátum Kálunds í Tímariti Bókmenntafélagsins
1884, og taldi þvert á móti, að sagan væri rituð mestpart eftir munn-
mælum.
Álit séra Jóns afgreiðir útgefandi með þeim ummælum einum