Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 53
MÚLAÞING
51
r.eSanmáls (bls. XCIII), aS rök hans séu ekki sannfærandi.
A fyrstu blaðsíðu formálans segir útgefandi, að Fljótsdæla saga
sé soðin upp úr öðrum austfirzkum sögum. Kemur þar fram álit
margra fræðimanna, sem við útgáfu fornrita fást, að þeir, sem bók-
festu sögurnar, hafi haft við hönd (eins og nútímahöfundar geta
haft) fjölda eldri handrita og hirt sín ögnina úr hverju, tekið sumt
rétt upp, en breytt öðru eða afbakað það.
Um enga fornsöguna er það augljósara en um Fljótsdæla sögu,
að hún er að mestu rituð eftir munnlegum heimildum, en ekki soð-
in upp úr öðrum sögum. Frábrigði hennar við þær um einstök sögu-
atriði eru þess órækur vottur. Söguefnið er mjög farið „að gangast
í munni“ af hinni löngu munnlegu geymd.
Um örnefni og staðhætti lendir útgefandi á ýmsum villigötum
vegna ókunnugleika.
Á bls. 218, neðanmáls, segir hann, að nafnið Kiðjafell hafi ekki
haldizt. Leiðir það hann í þá villu að geta þess til, að Kiðjafells-
þing hafi verið undir Freyshólafelli.
Það hefur villt útgefanda, að í Fljótsdæla sögu er missagt, að
Kiðjafellsþing hafi verið á Flallormsstaðahálsi.
Kiðjafell heitir hár og hvass múli, sem gengur frá hálendinu út í
Suðurdal Fljótsdals milli Þorgerðarstaðadals og Villingadals. Við
múlasporðinn hafa fundizt menjar þingstaðarins.
Bærinn Hof í Hróarstungu telur útgefandi, að ekki hafi verið til
og flytur hann umsvifalaust upp að Hofi í Fellum (bls. 221, neðan-
máls). Byggir hann það á frásögninni af för Þiðranda Geitissonar,
fóstra Hróars Tungugoða, frá Hofi í Tungu til Njarðvíkur. Verður
að þessu vikið síðar.
Ein villan leiðir til annarrar. Segir útgefandi, sem rétt er, að
Þiðrandi hafi farið yfir Lagarfljót á Bakkavaði, sem kennt hafi
verið við bæinn Fljótsbakka í Eiðaþinghá.
Rétt er það, að vað er á Lagarfljóti skammt frá Fljótsbakka, en
það heitir Hesteyrarvað, Bakkavað heitir samt á fljótinu langt út
frá Fljótsbakka gegn fornbýlinu Bakka á austurbakka Lagarfljóts.
A því vaði hafa þeir Þiðrandi farið yfir fljótið. Kemur ferðalýsing
sögunnar frá Hofi í Tungu til vaðsins þá vel heim við staðhætti.
Víkur nú nánar að þeirri fullyrðingu útgefanda, að bærinn Hof