Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 54
52
MÚLAÞING
í Hróarstungu hafi ekki verið til. Henni til viðbótar lætur hann
fylgja þá fullyrðingu, að Hróar Tungugoði hafi ekki heldur verið
til. Sé söguhöfundur að rugla með nafn Hróars sonar Una danska.
Rétt er það, að nú á tímum er bæjarnafnið Hof ekki til í Hróars-
tungu. En komið er þar í staðinn bæjarnafnið Kirkjubær, sem ekki
var til á söguöld. Það er alkunna, að þegar tekið var að byggja
kirkjur eftir kristnitöku, voru þær eðlilega oft byggðar á höfðingja-
setrum, þar sem áður voru goðahof. — Sjö Kirkjubæir — með því
nafni — eru nú á landinu, og hafa all'r haft annað nafn á söguöld,
Tilefnislaus er sú tilgáta, að Hróar Tungugoði hafi ekki heldur
verið til. Um það er ekki unnt að þræta. En benda má á, að hann er
sá af fornsögumönnum, sem órækasta vitneskju hefur látið eftir sig
um tilvist sína. Heilt byggðarhverfi hefur verið kennt við nafn hans
allt til þessa dags.
I þeirri tilefnislausu ástæðu, sem útgefandi telur fram, til að vé-
fengja, að einmitt þessi maður hafi verið til, kennir, sem víðar í
máli hans, áhrifa Nordalsskóla um það, að Islendingasögurnar bóu
skrök eitt og skáldverk.
GRUNAÐI EKKI ÞÁ GÖMLU
Páll sterki Guttormsson, sá er hélt brettingnum á sporðinum, svo sem getur
í Hafnarbræðraþætti Sigfúsar Sigfússonar, átti fyrir konu Önnu laundóttur
Bárðastaða-Jóns Árnasonar. Þau bjuggu að Árnastöðum í Lnðmundarfirði.
Er þau voru gömul orðin og hætt búskap, dvöldu þau a. m. k. einhverja
stund sitt á hvorum bæ þar í sveit. Bar þá einhverju sinni svo til, að Anna
gamla kom í kynnisför á bæ þann, er maður hennar var á, og gisti. Sváfu þau
saman um nóttina, gömlu hjónin.
Morguninn eftir, er fólkið vaknaði í baðstofunni, sat Anna framaná hjá
karli sínum, röri sér á rúmstokknum og tautaði:
,,Það fór sem mig grunaði, ekki sofnaði ég einn dúr hjá Páli.“