Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 55
EYJÓLFUR HANNESSON:
Helför og hrakningar
Inn frá Dyrfjöllum milli Borgarfjarðar og Fljótsdaishéraðs geng-
ur fjallgarður allmikill, sundurskorinn niður til miðs af þremur
djúpum skörðum. Innst eru Mýnesskörð.* Þau liggja inn frá Hóla-
landsdal til Hraundals, en Hraundalur liggur hak við Innfjöll Borg-
arfjarðar milli Loðmundarfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Utan við
Mýnesskörð rís Beinageitin, nær jafnhá Dyrfjöllum, en utan við
hana liggja Sandaskörð. Þau eru talin 600 metra yfir sjó. Utan við
Sandaskörð er Grjótfjall, Héraðsmegin nefnt Grjótups. Utan við
hana liggur Eiríksdalur niður til Héraðsins, en innan við hana
Sandadalur niður frá Sandaskörðum. Ekki ná þó dalir þessir niður
td byggða, en er dalina þrýtur, taka við brekkur og hjallar, sem
liggja þvert við stefnu dalanna.
Yzta skarðið er milli Grjótfells og Tindafells. Heitir þar Eiríks-
dalsvarp. Það liggur nokkru lægra en Sandaskörðin. Tindfell er
klettabálkur mikill, sem gengur inn frá Dyrfjöllum og áfastur þeim.
Gengur innsti hluti Tindfellsins nokkuð niður í Hólalandsfjall, en
Hólaland er næstinnsti bær Borgarfjarðar. Um Sandaskörð og Ei-
ríksdal var fyrr á árum mikil umferð bæði sumar og vetur. Eru
fjallvegir þessir taldir rúmlega 20 km milli bæja, 4—5 stunda gang-
ur. Grýttir eru þeir og gróðurvana, þegar upp um skörðin kemur,
en torfærulausir og víðast greiðfarnir. Lá lestavegurinn upp frá
Hólalandi og stefndi með litlum frávikum utanhallt við Sandaskörð-
in. Þegar komið er upp að rótum Grjótfjallsins, sem eins og áður
segir, liggur milli Sandaskarða og Eiríksdals, skiptast leiðir; til
Mínuskörð í daglegu tali. — Ritstj.