Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 56
54
MÚLAÞING
liægri út á Eiríksdal en tii vinstri inn á Biskupsbrekku og þaðan upp
á Sandaskörð. A allri leiðinni neðan frá Hólalandi upp undir Sanda-
skörð er varla nokkur teljandi brekka, heldur fer landið smáhækk-
andi. Vegir þessir voru einu nafni nefndir Framfjöll.
Snjóþungt er á fjallvegum þessum og veðurhæð oft mikil, þegar
upp um skörðin kemur. Ohugnaður við Njarðvíkurskriður, sem
máttu heita götulausar, mun hafa átt nokkurn þátt í að auka um-
ferðina um Framfjöll, enda voru Skriðurnar að minna á sig öðru
hvoru og taka toll af umferðinni. Þó hefur ekki orðið þar mann-
tjón síðan árið 1909. Þá fórust þar tveir ungir menn í snjóflóði.
Á Framfjöllum er ekki kunnugt um manntjón utan einu sinni.
Það var í janúarmánuði 1884, er Áslaug afasystir mín varð úti á
Eiríksdal, en fylgdarmaður hennar, Þórður Þórðarson, náði naum-
lega til bæja. Sömu nóttina lágu úti á Sandadal ung hjón, Árni Sig-
urðsson frá Hólalandi, föðurbróðir minn, og Katrín Hildibrands-
dóttir kona hans. Um þrekraunir þeirra Árna og Katrínar er mér
ekki kunnugt, að neinar skráðar sagnir séu til, en um för Þórðar og
Áslaugar skrifar Pálmi Hannesson í III. bindi bókaflokksins Hrakn-
ingar og heiðavegir. Þar sem leiðarlýsing og fleira í sögu Pálma er
fjarri lagi og sögumaður hans, að því er bezt verður vitað, tæpra
tveggja ára, er atburðir þessir gerðust, virðist sögumaður hafa
farið eftir óljósum sögnum, sem hann hefur síðar heyrt. I frásögn-
inni er þess atburðar ekki getið, sem ætla má, að orðið hafi til þess
að Áslaug lézt á Eiríksdal sömu nóttina og Katrín lifði af á Sanda-
dal, aðeins hinum megin við Grjótfjallshnjúkinn.
Á Gilsárvallahjáleigu, sem nú er nefnd Grund og er næsti bær
fyrir utan Hólaland, bjó, þegar þessir atburðir gerðust, móðurfaðir
minn, Eyjólfur Þorkelsson frá Stekk í Njarðvík. Tii hans hafði
flutzt árið 1878 Áslaug systir hans. Hún var fædd 11. sept. 1837 á
Stekk og ólst þar upp með foreldrum sínum. Með Áslaugu fluttist
að Gilsárvallahjáleigu ungíingspiltur, Þórður Þórðarson. Hann var
fæddur að Sævarenda í Loðmundarfirði 28. sept. 1859. Þriggja
vetra hafði hann verið tekinn í fóstur af foreldrum þeirra Eyjólfs
og Áslaugar, og hafði Áslaug fljótlega gengið honum í móður stað.
Þórður var snemma ötull og harðger og annálaður léttleikamaður