Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 59
MULAÞING
57
hlé við einn steininn, féll Áslaug strax í dvala. Sá Þórður ekki, að
það gæti orðið henni til lífs, þótt hann reyndi að koma henni eitt-
hvað iengra, því að enn var langt til bæja og farið að skyggja af
nótt. Þótti honum ekki annað fyrir hendi en grafa Áslaugu í fönn-
ina undir steininum og brjótast svo niður að Sandbrekku eftir hjáip.
Rótaði liann því til í fönninni, kom Áslaugu þar fyrir og hlúði að
henni, eftir því sem föng voru á. Að því loknu stóð hann við stein-
inn um stund og fór þá að hugsa nánar um þá ákvörðun sína að
hrjótast strax tii bæja. Enn var langt niður að Sandbrekku, veðrið
enn hið sama og náttmyrkrið að skella á; leiðin niður að Sand-
brekku viðsjál á köflum, ef eitthvað har út af réttri leið. Og þótt
honum tækist að finna bæinn, mundi enginn fáanlegur til að leggja
upp á Eiríksdal í náttmyrkrinu, þvílíkt foraðsveður sem á var, enda
fannst honum hann ekki geta skilið við Áslaugu eins og á stóð, þótt
hann byggist tæplega við, að henni mundi hlýna í fönninni svo köld
sem hún var orðin. Þórður var, eins og aðrir fjárgæzlumenn þeirra
tíma, alvanur vosbúð og kulda við útiverur í vondum veðrum. Ekki
þótti honum fýsilegt að grafa sig í fönnina. Bjóst hann við, að föt
sín, sem voru klökuð og fannbarin, rnundu þiðna og blotna á ný,
en enn var honum sæmilega hlýtt. Var ýmist, að hann stóð í hlé við
steininn og barði sér, eða hann gekk þar fram og aftur og stappaði
niður fótum sér til hita. Hugði hann öðru hvoru að Áslaugu. Lá
hún hreyfingarlaus í fönninni í dvala eða dái og virtist ekki hafa
meðvitund. Eitt af því, sem vakti fyrir Þórði með því að grafa sig
ekki í fönn, var það að hafa stöðugar gætur á veðrinu og vera við-
búinn að leggja tafarlaust af stað, ef lægði. Ekki vissi Þórður, hvað
tímanum leið, þó fannst honum nokkuð mundi liðið á nóttina, er
skyndilega rofaði til lofts. Var Þórður þá nýlega búinn að líta eftir
Aslaugu. Lá hún sem dauð væri, en þó virtist Þórði hún mundi ekki
skilin við. Brá hann því við og hélt áleiðis niður til bæja. Ekki stóð
upprofið lengi; að skammri stundu liðinni var kominn sami ösku-
bylurinn. Er langt var liðið á nóttina, náði Þórður þó að Sand-
brekku og vakti þar upp. Var hann tafarlaust leiddur í bæinn og
veitt öll hjálp, sem unnt var. Var hann býsna illa til reika, allur
klökugur og fannbarinn og gat í fyrstu ekki talað í samhengi, svo
að skiljanlegt væri. Þó að Þórður væri búinn að vera í votum föt-