Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 60
58
MULAÞING
um, frá því hann lenti í ánni, var hann enn ókalinn, enda í góðuni
ullarfatnaði. Hresstist Þórður smám saman, svo að hann gat sagt
skipulega frá ferðalaginu og hvar hann skildi við Aslaugu.
Eftir að búið var að ná Þórði úr vosklæðunum og hann hafði
farið í þurr og hlý föt, hresstist hann furðu fljótt og varð þess ekki
vart, að honurn yrði meint við hrakninginn.
Morguninn eftir var sama veður, og hélzt þann dag allan svo
vont, að ekki var talið fært að vitja Aslaugar. Næsta dag var veður
betra. Var þá farið upp á Eiríksdal, og fannst Aslaug þar að tilvís-
an Þórðar, helfrosin í fönninni, í vari af steininum. Var farið með
líkið ofan að Sandbrekku. Síðan var það flutt til Borgarfjarðar og
jarðsett í Desjamýrarkirkjugarði 18. febrúar 1884.
Eftir þessa atfourði undi Þórður ekki á heimaslóðum. Fluttist hann
vorið eftir upp á Fljótsdalshérað til frændfólks síns. Eftir að hafa
dvalið nokkur misseri á Héraði fluttist Þórður ofan til Borgarfjarð-
ar og dvaldist þar á ýmsum stöðum til æviloka.
*
Víkur nú sögunni til Árna og Katrínar.
Þau komu frá Finnsstöðum í Eiðaþinghá. Hafði Katrín verið að
heimsækja skyldfólk sitt þar inni á Héraðinu. Árni var sonur Sig-
urðar bónda Árnasonar á Hólalandi, og voru þau á leið þangað.
Bæði voru þau ung og hraust, Ámi fæddur 1860 og Katrín á svip-
uðum aldri. Segir ekki af ferð þeirra, fyrr en þau komu upp á Sanda-
dal. Eftir að veðrið skall á, urðu pilsin þegar Katrínu að farartálma;
börðust þau og þvældust fyrir fótum liennar, svo að hún komst lítið
áfram. Var þeim orðið ljóst, að útilokað var, að þau næðu bæjum,
nema veður lægði. Bar þau að allhárri hengjubrún. Var þar nokk-
urt hlé. Gróf Ámi þar inn undir hengjubrúnina hæfilega stórt hús
handa Katrínu og bjó vel um, svo að hún gat setið þar eins og í
venjulegu sæti. Gat hann svo hlaðið snjó fyrir dyrnar meir en upp
til miðs, svo að ekki var nema lítið op fram af andliti Katrínar.
Hélt Árni sig síðan við hengjuna, en þar reyndist minna skjól en
hann bjóst við, því að öðru hverju gengu stormstrokurnar með-
fram hengj uforúninni. Náttmyrkrið skall á.
Ekki er fullljóst, hvenær Árni afréð að leita til bæja, en af ýmsu
má ráða, að komið hafi verið fram yfir rismál morguninn eftir, er