Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 61
MÚLAÞING
59
hann kom að Hólalandi og með honum hundur hans, er hann nefndi
Trygg-
Snemma hafði borið á því, að Tryggur var óvenju skynugur, og
hafði því Árni lagt sérstaka alúð við að kenna honum ýmislegt, sem
að gagni mátti koma. Meðal annars, sem Tryggur hafði lært, var
að leita uppi týnda hluti, þar sem Árni hafði farið um. Gat Árni
orðið sent hann ótrúlega langt þessara erinda, og rakti þá Tryggur
feril Árna til baka. Eftir að Árni hafði sagt frá, hvar hann hafði
skilið við Katrínu, könnuðust heimamenn við staðinn, og þótti
sjálfsagt að reyna að leggja á fjallið og vitja hennar. Var þó enn
sortabylur, en ekki þótti útilokað, að hægt væri að láta Trygg leita
Katrínu uppi.
Á Hólalandi o-g Hólalandshjáleigu, er stendur þar fast hjá, var
vel liðað að karlmönnum, er fúsir voru til farar. Taldi Árni sjálfsagt
að fara með í leiðangurinn, en allir aðrir hugðu það óráð, svo illa
sem hann var til reika. Voru honum að síðustu settir þeir kostir,
að annaðhvort yrði hann eftir heima eða ekki yrði farið, fyrr en
hann væri búinn að skipta um föt, fá sér mat og síðan hvílast ein-
hverja tíma. Tók Árni þá heldur þann kostinn að verða eftir heima,
en ekki kvað hann annað hafa bagað sig en hungur; hefði hann
fundið svo sárt til sultar síðasta spölinn heim að Hólalandi.
(Á þessum tímum og raunar miklu lengur þekktist það ekki, a. m.
k. hér um slóðir, að menn hefðu með sér nestisbita á ferðalögum,
þótt undarlegt megi virðast. Hefur sá siður án efa orðið orsök
margra dauðsfalla á löngum og erfiðum fjallvegum, er illviðri tafði
för, jafnvel þótt menn væru þá vanir að hafa lengra milli matmáls-
tíma en nú tíðkast).
Ekki fékkst þó Árni til að fara úr snjófötunum, heldur fékk sér
matarbita í snatri frammi í bænum og fór síðan að útbúa skíða-
grind til að aka Katrínu á, en Sigurður faðir hans og þeir, sem með
honum ætluðu, bjuggu sig í skyndi til fjalls. Sængurfatnaði og á-
breiðum var stungið ofan í poka. Flöskum með heitri mjólk var
stungið innan í sængurfatnaðinn ásamt öðru Katrínu til næringar.
Var pokinn síðan með þessum farangri bundinn á skíðagrindina.
Tryggur hafði fengið vel í svanginn, og þegar allt var tilbúið og
leiðangursmenn komnir út á hlað með grindina, sagði Árni við