Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 63
MÚLAÞING
61
hríðina og lagði til fjalls. Virðist vafasamt, hver afdrif hans hefðu
orðið, hefði Sigurður faðir hans ekki heyrt — á móti veðrinu —
að staf var stungið niður í hjarnið. Mætti ef til vill skýra það á
þann veg, að Sigurð hafi grunað, að Árna kynni að vera von og
athygli hans því verið sérstaklega vel vakandi, því að honum hefur
verið ljóst, að eins miklar líkur voru á, að þeir færust á mis, svo
dimmt sem veðrið var.
Ferðin heim að Hólalandi gekk eftir þetta greitt og áfallalaust.
Katrín var að vísu nokkuð köld, en ekki kalin nema lítillega á
andliti og annarri hendinni, þeirri er hún hafði öðru hvoru stungið
út í snjóinn til að halda við opinu fram úr snjóhúsinu.
Um líðan sína í fönninni var Katrín ekki margorð. Ekki hafði
hún óttazt, að Árni fyndi ekki bæinn með aðstoð Tryggs. Var hún
því örugg um, að sín yrði vitjað svo fljótt sem nokkur tök væru á.
Ekki vissi hún, hvað tíma leið, þó sá hún mun dags og nætur. Er
henni fannst nokkuð liðið á daginn, varð hún þess vör, að Tryggur
var þar kominn og stakk trýninu inn í opið á snjóhúsinu, en hvarf
svo aftur. Setti nú að henni ótta um það, að Árni hefði örmagnazt
á leiðinni og ekki náð til bæjar. Mundi Tryggur hafa verið yfir
honum, þar til hann hefði liulizt í fönninni og hefði Tryggur þá
hvarflað til hennar, því að ekki kom henni í hug, að Tryggur hefði
skilið við Árna lifandi. Setti nú að henni sára sorg og kvíða. Sagði
hún svo siðar, að það hefði sér fundizt lengstur tíminn, frá því hún
varð fyrst vör við Trygg og þar til hann kom í seinna skiptið og
hún heyrði til mannanna úti fyrir snjóhúsinu.
Ekki varð þess vart, að Katrín hlyti varanlegt heilsutjón af hrakn-
mgunum.