Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 64
BENEDIKT GÍSLASON FRÁ HOFTEIGI:
Frá höfuðbóli
til hellisvistar
EGILSSTAÐIR Á VÖLLUM
Arið 1544 var háð dómþing í Vallanesi á Héraði. Þingstaðurinn
er þó á Egilsstöðum, og þetta dómþing er veraldlegs efnis. Egils-
staðir voru þingstaður fyrir það landsvæði, sem nú tekur yfir þrjá
hreppa austan Lagarfljóts í Fljótsdalshéraði, og er mikið landsvæði,
og bendir þetta þegar á miðstöðvareðli Egilsstaða, sem síðan hef-
ur komið skýrt í ljós. I þetta sinn stendur líklega illa á þarna á Eg-
ilsstöðum, jörðin ef til vill ekki einu sinni í ábúð, því að undan-
farið hefur gengið mikið á um Egilsstaði, og þetta ár þykjast þrír
aðilar eiga Egilsstaði, alla hver þeirra, en það er tveimur of mikið
og ekki friðarefni.
Egilsstaða getur ekki í Landnámu né Héraðssögunum og óvíst,
að Egilsstaðanafn sé upprunalegt á jörðinni, því að þarna var fram
á 18. öld afbýli í túni, sem hét á Bergi, en alla sem líta í kringum
sig á Egilsstöðum, getur grunað, að það sé upprunanafn jarðarinn-
ar. Þessi staðreynd, að Egilsstaðir eru kjörinn þingstaður megin-
byggða, segir þá sögu, að þar er veldi á bæ og góð lönd, þegar sú
skipan er gjörð, því að þinghald á stóru svæði er mikið mál, manna
og hesta, sem forsjár verða að hlíta. Hér talar þó aðeins þögnin,
en því máli, sem allir skilja, sem kunnugir eru þarna í löndum.
Þingsaga Egilsstaða getur þó ekki komið hér við mál, en þarna
ganga veraldlegir og kirkjulegir dómar öldum saman, og auðvitað
á staðurinn sinn gálgaás. En þessi einkennilega eignarheimild á
Egilsstöðum þetta umgetna ár er þannig til komin, að með lög-