Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 65
MÚLAÞING
63
mannsdómi í morðsök eru Egilsstaðir dæmdir kóngsins eign áriS
1542. AriS áSur gefur löglegur eigandi, ættarerfSaeigandi á sínum
tíma, jörSina Skálholtskirkju, og áriS þar áSur selur löglegur eig-
andi og ábúandi EgilsstaSa jörSina bóndanum á Eyvindará. En
þetta ár, 1544, takast þessir aSilar á um eignarréttinn og fullkomin
tvísýna á því, aS kóngsins magt sé nú kóngsins magt, og þá sér
biskupinn í Skálholti, Gissur Einarsson, sem þarna er til staSar, að
hans hlutur muni ekki drýgri verða, en þetta er Alþingis að útkljá.
En Gissuri biskupi dettur þá í hug, að þetta megi kannske bæta sér
að einhverju upp, og vegna forfalla dómarans, sem hér er aðili
máls, biður biskupinn prófastinn í Múlaþingi, sem jafnframt er
umboðsmaður biskupsdæmisins eystra, séra Einar Árnason í Valla-
nesi, að láta prófa það með dórni, hvaða rétt Skálholtskirkja eigi
á jörðinni Brú á Jökuldal, sem Sigmundur prestur á SkinnastaS
GuSmundsson hafi gefiS Skálholtskirkju. Sigmundur prestur er þá
eflaust dáinn. Hafi Skálholtskirkja engar nytjar haft af jörðinni og
annar maður teljist eigandi jarðarinnar. Þessi eigandi jarðarinnar
er Bjarni Erlendsson á KetilsstöSum, nú orSinn sýslumaður í Múla-
þingi, og nú kemur Bjarni fyrir dóminn. Hann ber það, aS þessa
jörð hafi hann átt átölulaust, síðan hún var lögS honum í hendur
með kvonfangi 1522, er hann gekk að eiga GuSríSi Þorsteinsdóttur
sýslumanns Finnbogasonar lögmanns í Ási í Kelduhverfi Jónsson-
ar Maríuskálds Pálssonar. Þeir Þorsteinn og séra Sigmundur eru
samtímamenn og á líkum aldri. Þeir hafa deilt um Brú, og líklega
þarf ekki að efast um það, að þeir menn, sem deila um fasteign og
það ættarjörð, eins og Brú reynist að vera, eru sömu ættar. Sig-
njundur bíSur lægra hlut og tekur þá til ráðs að gefa Skálholts-
kirkju jörðina af sínum ímyndaða eignarrétti. Hefur þar sannazt
það, sem MörSur sagði í ostamálinu, að frekast gefa menn það,
sem þeir eiga ekki. Bjarna dæmdist jörðin, og hann lét MálfríSi
dóttur sína hafa hana til giftumála 1551, sem sýnir það, að jörðin
er ættarjörS og náttúrlega engra annarra en EiSamanna. Þeir virð-
ast hafa átt jarðirnar í kring. Hákarla-Bjarni kaupir EiríksstaSi
1467, náttúrlega af frænda sínum. En hvernig eru þeir skyldir Þor-
steinn sýslumaður og séra Sigmundur? Þeir eru systkinasynir.
Dóttir Jóns Maríuskálds er móðir séra Sigmundar. Einnhogi són-