Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 67
MÚLAÞING
65
fyrir satt. Hefði og séra Sigmundur ekki lagt í að heimta jörðina,
ef hún hefði ekki verið ættarjörð.
Nú víkur sögunni að Egilsstöðum á Völlum aftur. En þar er til
að taka, að árið 1517 á sá maður Egilsstaði, sem Þorvarður heitir
Guðmundsson. Hann virðist aldraður maður, því að nú vill hann
gefa Egilsstaði sér til framfæris, en lausafé til framfæris konu sinni
þeirn hjónum, Sigurði sýslumanni Finnbogasyni, lögmanns Jóns-
sonar Maríuskálds og konu hans Margrétar yngri Þorvarðardóttur
á Eiðum Hákarla-Bjarnasonar. Er hún 6. liður frá Eiða-Páli, en
Sigurður 4., og skilst sú ættliðaskekkja að því er saga gerist. Ekki
þarf að efa það, að Þorvarður Guðmundsson ber nafn úr Eiðaætt
og er allnáinn frændi þeirra hjóna, er hann leggur svo mikið traust
á þeirra bak. Getið er þess, að tveir bræður hans, Þórður og Ivar,
samþykkja þessa gjörð Þorvarðar og tekur nú Sigurður Egilsstaði
undir sig. En tveim árum síðar klagar fjórði bróðirinn, Brandur,
það fyrir Alþingi, að Sigurður Finnbogason haldi fyrir sér Egils-
stöðum, og er hann í sama rétti að eiga þá eins og Þorvarður, eftir
ættareignarrétti á jörðum á íslandi, eftir þeim heimildum, sem fyrr
er vitnað í. enda dæmist nú Brandi réttur til að eiga þrjá fjórðu
Egilsstaða, og verður ekki skilið hér né skilgreint hvers vegna hon-
um dæmist ekki réttur til að eiga þá alla, en hugsa mætti, að hér
séu fleiri aðilar í sama rétti og Brandur, en hafi ekki látið til sín
heyra, og við þá verður Brandur að semja sérstaklega. Hann fær
sér dæmdan sinn rétt og þeirra bræðra sinna, sem búnir eru að
lóga sínum rétti, en ekki meira. Nú segir ekki meira af Brandi, en
það líða aðeins um 20 ár, þangað til það vitnast, að Sesselja Lofts-
dóttir á Egilsstaði, og hún á þá á nákvæmlega sama rétt og Brandi
var dæmdur að eiga þá, ættarrétt. Einn bróðirinn hefur heitið
Loftur, eða systir þeirra bræðra hefur átt þennan Loft föður Sess-
elju. Ekkert annað er til, sem skýrir eignarrétt Sesselju á Egils-
stöðum. Einmitt um 1520 hefur Sesselja verið að giftast og fær nú
Egilsstaði til staðfestu. Maður hennar heitir Finnur og er alls ó-
þekktur. Eflaust má álykta, að allir þessir bræður eru rosknir menn
um þetta leyti, og er það Ijóst um Þorvarð, og hafi Loftur verið
bróðir þeirra, gat hann verið dáinn. Nú gerist margt á þessum 20
árum. þangað til fyrrsagðir atburðir gerast. Sesselja missir mann