Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 68
66
MIJLAÞING
sinn, Finn, og þau eiga eina dóttur barna, sem síðar reynist réttur
erfingi Egilsstaða. Sesselja hefur gifzt í annað sinn, og heitir mað-
ur hennar Steingrímur Böðvarsson, og er sama að segja um hann og
Finn, að hann er alls óþekktur maður, og hjúskapur þeirra virðist
vera með þeim skilmála, að Steingrímur eigi ekkert í Egilsstöðum
eða hans ættmenn til erfða, því að það kemur hvergi fram, að um
hans hlut sé hugsað í Egilsstaðamálum, og kannske þannig um sam-
ið, að hans hlutur sé greiddur í lausafé, er ættarréttareigandi tekur
jörðina, sem fyrir lá, að er dóttir Sesselju og Finns Guðrún að
nafni. Nú deyr Steingrímur um mánaðarmót október—nóvember
1539 og er jarðaður í Vallanesi, en kistulaust, hvort sem það hefur
verið siður eða fátækt valdið, eða þó frekast timburleysi. Nú vitn-
ast, hvernig allt er í pottinn búið á Egilsstöðum. Þar er á búi Bjarni
Skeggjason, og Sesselja er orðin hórsek með honum, að því er virð-
ist oftar en einu sinni, og auk þess hefur Bjarni eignazt barn með
Guðrúnu dóttur Sesselju. Þetta virðist heldur óvirðulegur lifnaður
á heimili og tæpast hæfa þeim stað, sem Egilsstaðir voru til almenn-
ingsnota, en lifnaður manna var nú víðar ekki allur í sómanum og
talið, að ýmis blöskrunarefni í þeim efnum hafi valdið því, að stóri
dómur var settur 1564, og ekki er langt til frægra dæma um það að
leita meðal fyrirmanna þjóðarinnar á undanförnum öldum. En það
er stutt liðið frá dauða Steingríms, að sá kvittur kemur upp, að
Sesselja muni hafa drepið hann. Mætti þó hugsa eftir þessum heim-
ilishögum á Egilsstöðum, að Steingrímur hafi verið heilsulaus mað-
ur, sem engu hefði getað af sér hrundið og ekki vonum fyrr, að
lífi hans væri lokið. Um Sesseljumál hafa ýmsir skrifað, en merkast
af því mun vera það, sem Halldór Stefánsson fyrrv. alþm. og for-
stjóri skrifaði í safnritið „Austurland“ III. bindi og einkum fvrir
það, að Halldór kemur auga á það, að eigi er allt með felldu um
málarekstur þann, sem hafinn var á hendur Sesselju, og dóm, sem
yfir henni gekk, og telur, að Sesselja hafi verið dæmd að ósekju.
Það virðist liggja Ijóst fyrir. að svo hafi verið. Er hér stuðzt við
ritgerð Halldórs um þetta mál og heimildagildi hennar notað. En
hverju á slik fúlmennska að þjóna? Það þykir ef til vill ekki nógu
virðuleg ábúðin á Egilsstöðum, og það vita þeir, að ef tekst að
sanna óbótaverk á Sesselju, þá falla eignir hennar undir kónginn,