Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 69
múlaþing
67
og það er kannske ekki sem verst, að kóngurinn eigi Egilsstaði. Það
er þannig mál með vexti, að Egilsstaðir eru ein mesta skógjörð á
þessum slóðum og skógarins virðist hafa verið neytt með hófsemd,
því að svo er enn í dag, að Egilsstaðir halda upphaflegum náttúr-
legum skógi við náttúrlega notkun. Þar höfðu engir staðir fengið
skógarítök, en það virðist auðsætt, að þar sem staðir fengu ítök í
skógi annarra jarða, eyðast jæir skógar mjög fljótt, og má sýna
dæmi um það. Hér verða ekki gerðar neinar getur um það, hvernig
ástatt er í þessum sökum í Vallanesi, en ég geri það á mína ábyrgð,
að Vallanes eigi mikla sök á því, að sú byggð, sem upphaflega hét
Skógar í Héraðinu, muni fyrst þar hafa orðið skóglaus, unz kemur
að ánni Hafursá, sem skilur þarna lönd og Hallormsstaðaskógur
hinumegin. Þetta má allt liggja milli hluta, en eitthvað hlaut að
valda því, að nú er tekið til aðgerða í málinu. Það fyrsta sem eftir-
tekt vekur í málinu er, að ekki er getið um neinn ákæranda á hend-
ur Sesselju og heldur ekki um neinn úrskurð eða leyfi til þess að
grafa Steingrím upp, en það varð ekki gert án þess. En prófastur-
inn í Vallanesi ræður yfir kirkjugarðinum og ber ábyrgð á grafró
manna. Manni sýnist hann hinn ósýnilegi andi þessa máls, og án
ákæru, úrskurðar eða leyfis lætur Markús Jónsson sýslumaður á
Víðivöllum, sem þá liafði sýslu í Múlaþingi, ekki þá skipun út ganga,
að grafa skuli Steingrím upp og sérstakir menn tilnefndir að skoða
líkið. Þetta gerist 31. maí 1540. Þeir sem skoða líkið tala um „feyg-
mgsskap“ jarðarinnar eftir 6 mánuði og svo gat á þunnlífi við lær-
bein, sem þeim þykir líkindi, að sé mannaverk. Það er reyndar
skrýtið morðsár, og ekki mikil líkindi á morðsárum á líkinu, þegar
það er jarðsett í líni einu eða þess háttar umbúnaði. Sex menn eru
beðnir að líta á þessi líkskoðunarvottorð og lízt þeim, að þau rétt-
lasti ekki morðákæru. En sá er harður, sem á eftir rekur, og árið
eftir, 1541, er málið sent lögréttunni, sem sendi það heim aftur.
Aftur er það sent til Alþingis 1542, og er nú talað um áverka á lík-
tnu, sem sé svarið mannaverk að vera. Bjami Erlendsson er þá
orðinn sýslumaður, og Lögréttu leiðist þetta og ákveður, að lögmað-
ur sjálfur, Erlendur Þorvarðarson, skuli fara austur og klára mál-
ið. Héraðsdómaranum bar að gera það að forfallalausu, og ef til
VÍll hefur hann forföll í málinu. Lögmaðurinn er kominn austur 7.