Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 73
MULAÞING
71
komið en í áhrifum Ásmanna, sem þá réðu öllu Norðurlandi. Jón
fær Þórunnar Finnbogadóttur tæpast fyrr en 1440, fyrr er hún tæp-
ast fullþroska, og getur Finnhoga föður hennar síðast 1442. Þá hef-
ur hann dáið, og víst er það, að ekki heitir Finnbogi sonur Jóns og
Þórunnar, síðar lögmaður, ef afi hans er á lífi, þegar hann fæðist.
Bendir líka allt á það, að Finnbogi lögmaður hafi verið fæddur
1444. Þannig standa málin, þegar Sesselja er dæmd. Enginn dómar-
inn vill skerða hár á höfði hennar, til þess er hún of ættstór, og í
því ljósi skilst hinn skrýtni dómur en eigi öðruvísi.
Bjarni Erlendsson, sem á Guðríði Þorsteinsdóttur Finnboga-
sonar lögmanns, er löglega forfallaður til dómaraverka og þess vegna
þarf lögmaðurinn sjálfur til að koma. Er þó lögmaðurinn, Erlend-
ur Þorvarðarson, frændi Sesselju af Eiðaætt, jafnnáinn og Bjarni.
Sú frændsemi er að 5. og 6. frá Eiða-Páli, en sú frændsemi hamlar
ekki dómaraverkum hvorugs þeirra, og sýna forföll Bjarna, að það
er einmitt kona hans, sem veldur forföllum hans í málinu. í þessu
sambandi á þessum tíma kemur í ljós fjöldi jarða á Austurlandi úr
Ásauð, og meðal annars gifti Þorsteinn sýslumaður Finnbogason
þrjár dætur sínar auðmönnum á Austurlandi og lagði þeim til fjölda
jarða í því takmarki til giftumálanna. Það mega líka virðast líkur
fyrir því, að dóttir Guðmundar prests á Melstað hafi verið móðir
Hallgríms á Egilsstöðum í Vopnafirði og Guðmundar föður séra
Illuga í Múla, Þorsteinssona, en Illuga kallar Guðbrandur biskup
sonarson Hallgríms, frænda sinn, og gæti það verið skýringin á
því, að Maríu helgikvæði Jóns hafa geymzt, að Guðbrandur var af
honum kominn, en mestallan pápískan helgikveðskap þjóðarinnar
hafa þeir lútersku eyðilagt. Hallgrimur lét heita Guðmund og Guð-
nýju, en svo hét dóttir Jóns Maríuskálds, og mun hér um hana að
ræða. í Æviskránum veit Páll Eggert Olason ekkert um séra Sig-
mund á Skinnastað, eftir sínum fróðu heimildarmönnum, Hannesi
Þorsteinssyni í Lærðra manna ævum og Sighvati Grímssyni í Presta-
ævum, en í viðauka bætir Steinn Dofri úr því með markleysu einni
og lætur sömu konu vera móður hans, sem fyrr er talin móðir Þór-
arins sonar hans. í Æviskránum getur heldur ekki Guðmundar
prests Skúlasonar, og ekki varð úr því bætt í viðbætinum, en í
Prestatali prófessors Björns Magnússonar er hann talinn að verða