Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 74
72
MULAÞING
Sesseljuhamrar í Borgarfirði.
prestur á Melstað 1463, og er það Ijóst mái, að á næstu árum fæð-
ast þessir Guðmundarsynir, og séra Sigmundar getur iaust fyrir
1500.
Afkomendur Björns á Eyvindará áttu svo Egilsstaði langan tíma.
Jón og Þórður synir hans bjuggu þar. Þeir voru kvæntir systrum,
dætrum Árna Brandssonar á Bustarfelli, frænkum sínum, því að
Árni átti Úlfheiði Þorsteinsdóttur sýslumanns Finnbogasonar.
Þórður fór síðar í Bustarfell, en afkomenda Jóns getur ekki. Ragn-
hildur dóttir Þórðar átti fyrst Björn sýslumann Gunnarsson, d. 1602,
og var þeirra sonur Jón Skriðuklausturshaldari, en Sigurður son-
ur hans átti Egilsstaði og var lögréttumaður, d. 1682. Einbirni hans
var Gísli prestur á Refstað, er drukknaði í Hofsá 1679. Hann átti
þá tvö ung börn, Ingibjörgu, sem er á Sauðanesi 1703, og Jón, sem
er farinn að búa á parti á Egilsstöðum 1703, ókvæntur. Aðalbónd-
inn þá á Egilsstöðum er Guðmundur Jónsson, og mun hann vera
sonur Jóns Jónssonar Björnssonar sýslumanns. En af þessu fólki
spyrst ekki síðan. Það virðist hafa fallið allt í strá í Stórubólu. —
Fram úr því munu Egilsstaðir hafa verið seldir.
Næsti eigandi Egilsstaða, sein vitað er um, er Jón Þorleifsson
snikkari og lögréttumaður. Föðurmóðir hans var Guðrún eldri