Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 76
74
MÚLAÞING
Ameríku með fólk sitt laust fyrir 1890 og seldi Jóni Bergssyni frá
Vallanesi jörðina. Það er opnan í bók sögunnar í dag á Egilsstöð-
um, og þarf ekki hér að lesa. Hefur hér komið í ljós, að ættareign
og ættseta á Egilsstöðum nær fram á 18. öld, og hér hefur það kom-
ið fram, að ættarbrigðarétturinn er óbrigðull um jarðeignarétt
lengi fram eftir öidum, en fer að fara á dreif á síðari öldum, og því
er það, að þessi réttur er endurnýjaður með konungstilskipun 1623,
og birti Holgeir Rosenkrants hana á Alþingi þ. á. Hins vegar hafði
slíkt þá lítið gildi af fyrirsögðum sökum, þó verður þess vart, að
menn brigði jarðir af mönnum, sem keypt höfðu án ættarréttar,
langt fram á 18. öld. Eftir 1800 mun hann ekki þekkjast.
Þeir sem hafa hönd í bagga með þessum erindaflutningi um höf-
uð'ból í útvarpinu, óskuðu frekast eftir því, að ég talaði um höfuð-
ból, þar sem ættarbrigðarétturinn hefði komið við sögu. Ég hygg,
að fáir staðir eigi eins glögga sögu um það og Egilsstaðir, og þessu
fyrirbrigði, sem líklega er bezt að kalla svo, hef ég veitt athygli og
notað í sögurannsóknir, svo sem í rannsókn á Staðamálum. Hér er
um þann stakk að ræða, sem þjóðlífið lifir og hrærist í langar ald-
ir. Hins vegar er hans hvergi getið í neinni Islandssögu kennslubók,
frekar en hann hefði aldrei verið til. Hér er þó um mikið fræðilegt
atriði að ræða í sögu landsins, eins og hér hefur komið fram, að
hægt er að sanna, að öll sú mikla ætt, sem komin er af Sigmundi
presti Guðmundssyni, er komin út af Jóni Maríuskáldi, og ekki þarf
að leika á tveim tungum, að Jón Maríuskáld er sonur Eiða-Páls,
eins og gamalt mál er að hafa fyrir satt, en hefur verið á síðari tím-
um hafnað án þess að skoða málið nógu gaumgæfilega. Hins vegar
er það svo, að ég hef ekki getað grafið upp sögulegar rætur þess-
ara merkilegu eignarréttarhátta á jörðum, og er helzt á því, að það
verði ekki auðgert, enda vantar nú tilfinnanlega sögulegan skilning
á uppruna þjóðarinnar sjálfrar og menningu hennar, sem dæmin
gefast þó um frá fornu fari. Hefur hér komið fram, að Jón Maríu-
skáld notar ættarbrigðarétt til þess að draga tvær jarðir í Núpasveit
úr höndum Hólakirkju, en engan veginn gat hann náð þeim öðru-
vísi.
Brandur Guðmundsson notar ættarbrigðarétt til að ná Egils-
stöðum úr höndum Sigurði sýslumanni Finnbogasyni, sem þó á líka