Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 77
MÚLAÞING
75
ættarrétt á j örðinni, en eigi eins sterkan og Brandur, þar sem Brand-
ur er bróðir þess manns, er síðast átti jörðina.
Og Björn Jónsson dregur með ættarbrigðarétti Egilsstaði úr
höndum kóngs og kirkju, og það á móti lögmannsdómi í morðsök,
er fellir allar eignir slíkra manna með lögum undir kónginn. Mun
það dæmi frá Egilsstöðum vera athyglisverðast í þessu máli og hafa
mest heimildagildi um það, hvað sterkur réttur hér var á ferðinni,
og ekki furða, þótt sagan beri því vitni, að róstusamt er um jarð-
eignir og frændur berist þar á banaspjót. Má af þessu Ijóst vera, að
jarðeignadeilur og sölur standa meðal frænda og geta verið ætt-
fræðilegar heimildir.
Erindi þetta er að stofni til útvarpserindi, sem ég flutti 2. ágúst
1966 um höfuðbólið Egilsstaði í erindaflokki útvarpsins um það
efni. Hafði ég stytt það erindi úr meira máli og spillt að nokkru að
málfari og byggingu. Ritaði ég því erindið upp aftur og færði nær
fyrra formi, en stytti þó enn. Læt ég það fara svo sem fyrr var frá
gengið, en þarf nú því við að auka, að eftir ábendingu Halldórs
Stefánssonar, fyrrnefnds, er það svo, að Loftur Eyjólfsson lögréttu-
maður í Papey keypti Egilsstaði af Ógmundi biskupi 1526, og telja
má víst, að hann sé faðir Sesselju á Egilsstöðum. Liggur þá þannig
í málinu, að Brandur hefur orðið að láta Ögmundi biskupi eftir
jörðina, kannske í kirkjulegu sakferði, en Loftur notar ættarbrigða-
rétt til að kaupa jörðina, og hefur hann því átt fyrir konu systur
þeirra Guðmundarsona, sem hér getur, því að óbrigðull ættareign-
arréttur Sesselju á Egilsstöðum getur ekki verið öðruvísi en hún
sé systurdóttir Brands, sem með Alþingisdómi á eignarrétt á jörð-
inni, eins og hér hefur einnig verið gjört ráð fyrir að gæti verið.
Loftur Eyjólfsson lögréttumaður í Papey er óþekktur að ætterni,
en það virðist, að gera megi ráð fyrir því, að hann sé sonur Eyjólfs
Tei-tssonar ríka lögmanns í Bjarnarnesi Gunnlaugssonar, og telst Eyj-
ólfur launsonur Teits. Loftur kaupir einnig Papey af Ögmundi bisk-
upi, og er alveg víst, að biskup hefði ekki látið þá jörð undan stóln-
um, nema lög hafi staðið til, og eflaust á Teitur ríki Papey á sínum
tíma. Teitur ríki er óþekktur að ætterni, og ekki að marka það, sem