Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 83
MÚLAÞING
81
hafi ekki risið undir kirkjuhaldinu og allt hafi þetta m. a. valdið
þeim óróa, sem fram kom á 13. öld í þjóðlífinu. Mætti gruna það,
að sumir kirkjustaðir hafi beinlínis farið í eyði undan þessum
þunga og kirkjuvaldið séð, hvert stefndi, er það hóf tilkall til kirkju-
staðanna undir kirkjuvaldið, en seint á 12. öld rís sú krafa og lauk
í byrjun 14. aldar með því, að kirkjan náði forræði á öllum stöðum
nema þeim, „sem ættarmenn höfðu jafnlegast á setið,“ eins og Árni
biskup orðaði það um þá staði, sem hann náði ekki undir kirkjuna.
Víst er um það, að eitthvað af kirkjustöðum er gengið undir Skál-
holtskirkju, þegar Eiríkur konungur prestahatari sker úr staðadeil-
um Árna biskups við bændur 1297. Allt mundi þetta valda því, að
tvísýnt sé að gera hlut tíundargjaldsins stóran í auðsöfnun kirkju-
bænda og frekar megi taka undir hitt, að þjóðin sé ekki auðug í
byrjun 14. aldar og kirkjubændur margir þannig settir, að þeim
sé ekki mikil missa í stöðunum, og satt er það, að mikinn hlut átti
kirkjan sjálf í stöðunum og gekk eftir sínu. Var það og kirkjan,
sem átti yfirbjóðandavald kristindómsins á öllum stöðum. Sam-
heldnisleysi kirkjubænda gegn staðakröfunum er athyglisvert. Manni
sýnist þó fljótt á litið, að hér hafi verið mikið að missa, og staðfest-
an í öllum þjóðfélögum hefur ætíð verið metin mest. Sjálfsagt hef-
ur kirkjubændur eigi skort staðfestu og eftir sem áður verið vel efn-
aðir menn. Hins vegar virðast þeir skipta um þj óðfélagslegt sæti.
Þeir verða ekki nema almúgabændur, nema þeir, sem komast í
tengdir við staðabændur og þó einkum börn þeirra. Þetta virðist
glöggt um Hof í Vopnafirði. Hofverja getur allra svo að kalla óslit-
ið fram að 1301, að þá deyr Oddur Þorvarðarson hirðstjóra Þórar-
inssonar. Ekki getur annarra barna Þorvarðar en Odds, og hefur
þó komið fram, að dóttur ætti hann, er Solveig hét. Hofverjar fara
frá Hofi, er Hof gekk undir kirkjuna, og síðan er ekki getið höfð-
ingja í Vopnafirði nema Eiríks í Krossavík Hjaltasonar, er drukkn-
aði 1412. Hann virðist ekki hafa verið auðmaður, því að ekkja
hans selur tvær jarðir í Vopnafirði fyrir lausafé fimm árum síðar.
I garði þeirra Hofverja hefur þó verið ófafé á þessum tíma, og ef-
laust kemur það fram, er tímar líða í auði manna, sem nú er ekki
hægt að setja í ættarsamband við hina fyrri Hofverja, en hefur geng-
ið í þær ættir með tengdum, t. d. Ásverja í Kelduhverfi, en í Ási