Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 85
MÚLAÞING
83
VATNSFIRÐINGAR
Einar Þorvaldsson Vatnsfiröings var fæddur 1228. Stuttu síðar
var faðir hans drepinn, og móðir hans, Þórdís Snorradóttir Sturlu-
sonar, lenti á ýmiss konar hrakningi, og Orækja bróðir hennar fór
ómildum höndum um eignir í Vatnsfirði. Einar náði þó Vatnsfirði,
en með erkibiskupsdómi úti í Noregi var staðurinn dæmdur af hon-
um og undir kirkjuna 1373. Þetta réttist þó tíu árum síðar, og tók
Einar Vatnsfjörð og hélt síðan, og ekki gekk staðurinn undir kirkju-
forræði, þegar staðamálum lauk. Ættarsetan er líka þekkt í Vatns-
firði og gekk óskorað í karllegg til daga Einars. Einar virðist hafa
átt norska konu, en var annars líkur Snorra afa sínum um kvenna-
mál. Dóttir hans hét Vilborg. Hún átti að síðari manni Eirík Svein-
bjarnarson, er hirðstjóri varð 1319. Þess er getið, hvar hún hvílir
og þá nefnd hertogainna. Engin kona á Islandi og tæpast í Noregi
gat heitið svo nema vera afkomandi Skúla hertoga Bárðarsonar, og
er að líkum, að tengdir tækjust með afkomendum Snorra og Skúla,
þvílíkt sem vinfengi þeirra var. Með Einari magnast líka svo Vatns-
fjarðarauður sem dæmi sér um, er Björn Einarsson Eiríkssonar
kaupir Vatnsfjörð 1387 sem ættarréttarmaður, en Brígit Konráðs-
dóttir hálfsystir föður hans hafði fengið hálfan Vatnsfjörð að erfð-
um eftir föður sinn og síðan hinn helminginn eftir móður sína og
hálfbróður, Einar föður Björns. Þessi hálferfð Brígitar á Vatns-
firði sýnir, að hér er farið með rétt mál, því að ef hún hefði verið
alsystir Einars, hefði hún aðeins erft helming á móti honum og
orðið að selja Einari sinn eignarhluta. Sonur Brígitar hét líka Jón
murti, og vísar það leiðina til Snorra Sturlusonar, svo að Brígit
hefur verið sonardótturdóttir Þórdísar Snorradóttur. Það ætla ég
einnig, að heimildir séu til fyrir því, að Björn Einarsson hafi átt
eignir í Noregi. Enginn getur vitað með vissu, hve miklu nam auð-
ur þessara ættmenna fyrir 1400, og það, sem í ljós kemur síðar af
auðlegð þessara ættmenna, getur verið samandregið á aðstöðu til
að nota sér stríðsgróða, og svo gat verið um að ræða nokkurn hluta
af óhemju auði Bjöms Jórsalafara, d. 1415. Hann virðist hafa haft
útgerðar- og viðskiptaaðstöðu í Hvalfirði, líklega í Hvammi, þar
sem höfn er bezt, og ættmenn hans áttu lengi Hvamm. Ekki er að
efa það, að ýmsir menn, afkomendur eða skyldir Skúla hertoga,
'hafa komið til íslands og verið auðugir menn, þannig þarf varla