Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 86
84
MÚLAÞING
að efast um það, að Skúli Ingason ráðsmaður á Hólum í tíð Auð-
unnar rauða og Lárentsíusar hafi átt skylt við Skúla hertoga. Það
sanna nöfnin. Skúli Ingason hefur verið auðmaður, er hann hélt
ráðsmannsdæmi á Hólum, og að hans ráðum fær Eiríkur hirðstjóri
í Vatnsfirði Flugumýri byggða um 1322, en þá var þar mikill auð-
ur saman kominn, svo að Eiríkur galt eftir jörðina 12 kúgildi (==
12 kýr eða 12 hundruð á landsvísu). Má af því gruna, að Skúli hafi
verið skyldur Vilborgu konu Eiríks. íslenzkar heimildir geta ekki
Skúla Ingasonar utan Lárentsíusar saga Einars prests Hafliðasonar
og Lögmanns annáll sama manns orðrétt eftir sögunni. Ættfræði
kann ekki að telja frá honum, og koma þó Skúlanöfn upp í Norður-
landi snemma á 15. öld.
EIÐAAUÐUR
Um Eiðaauð er það að segja, að þar virðast nokkrar heimildir
um auð um 1400, og byggist það á því, að auðhjónin Páll Þorvarð-
arson og Sesselja Þorsteinsdóttir, deyja bæði 1403. Þar með hættir
starfsemi þeirri í auðsöfnun, og þótt eftir sé auðurinn, þá gefur
hann takmarkaða viðbót, þar sem börn þeirra eru þá ung og fé
þeirra fer í umboð hinna og þessara manna, og þeim umboðum
fylgir ábyrgð á fénu og hlaut því að kosta mikið af arði eignanna
að standa undir þessari ábyrgð. Er nú bezt að athuga málið.
Eiðastóll gekk ekki undir kirkjuforræði, er staðamálum lauk,
vegna þess að þar höfðu „ættarmenn jafnlegast á setið,“ eins og Árni
biskup komst að orði um slíka staði, er hann náði ekki undir kirkju-
forræði. í því tilefni má gera ráð fyrir því, að búskaparaðstaða á
Eiðum sé jöfn og misfellalítil að áskapaðri og enda áunninni að-
stöðu. En eins og áður er á minnzt, þá kvarta íslendingar um fátækt
í upphafi 14. aldar, og það verður ekki séð, að eftir hrun þjóðveld-
is og Sturlungaöld sé um marga auðmenn að ræða með þjóðinni.
Dæmi gerast þó um ríka kirkjustaði, eins og Flugumýri um 1320,
er Eiríkur hirðstjóri Sveinbjarnarson tekur hann á leigu með 12
kúgilda afgjaldi, þ. e. 72 ær eða 12 kýr á ári. Eg ætla, að um eng-
an sérstakan auð sé að ræða á Eiðum árið 1305, er staðamálum
lauk. Sá heitir eflaust Arnór, er þá býr á Eiðum, og á uppkominn
son, er Karl heitir. Nú hefur það verið söguskoðun og byggð á fræð-