Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 88
86
MÚLAÞING
ættarfylgju. Eigi verður heldur sagt, hve margar konur bera þetta
nafn í ættinni, en það virðist, að fyrir ár 1500 sé þetta nafn tæpast
uppi haft í öðrum ættum í landinu. Um þetta verður þó ekkert full-
yrt. Hitt er satt, að Eiðaætt notar nafnið óspart. Þetta nafn mun
vera nafn Ragnhildar í Hlíð í Noregi, og má eins athuga, að það
var móðurnafn Haralds konungs hárfagra og þaðan komið frá
Gotunum Sigurði Fáfnisbana á 5. öld. -— Ragnhildur í Hlíð hefur
verið háættuð kona á norska vísu og stórauðug. Eg hygg að í þessu
sé að finna upptök Eiðaauðs á 14. öld, sem síðan þróast í starfi og
aðstöðu dugmikilla manna, sem sagan ber vitni um. Hofverjaauður
virðist hafa kvíslazt í tvær greinar, sem síðar sér merki um, Eiða-
auð og Ásauð í Kelduhverfi. Ættin missir Hof um 1300, og um
1316 kemur heimild um það í jarðteinasögum Guðmundar góða,
að Steinólfur bróðir herra Þorvarðar bjó í Axarfirði, og frá hon-
um gætu Ásmenn verið komnir. Með auði Ragnhildar í Hlíð gat
þetta verið geysimikið fé. Ég ætla að láta sem ekkert sé ættrakning
Eiðamanna í Æviskrám, komin frá Steini Dofra, og fara þá leið,
sem líkur gera í fáorðum heimildum. Ragnhildur Karlsdóttir virð-
ist hafa átt þann mann, sem Jón hét, og hefur sá hjúskapur orðið
um 1330, ef Solveig Þorvarðardóttir á Karl Arnórsson 1305. Þeirra
sonur hefur verið Þorvarður, en í annálunum er þess getið 1301,
að Hallur Eiríksson drap Þorvarð Jónsson, og voru þeir „manni
fyrnari en bræðrasynir.“ Þetta getur þýtt að öðrum og þriðja, en
líka þremenningar. Um slíkt verður ekkert sagt og líklega aldrei.
En slíkir atburðir meðal frænda eru út af fjárdeilum, svo að hér eru
þeir menn á ferð, sem nokkru hafa að flíka í því efni. Því mundi
ekki fjarri fara að sjálfsögðu um Þorvarð á Eiðum, og mundi hann
fæddur stuttu eftir 1330. Páll er sonur hans, sá þekkti Eiða-Páll, og
hefur verið fæddur um 1360—1365, og kemur þetta allt heim í tíma.
Auður Páls sannast á því, að hann tók hirðstjóraumhoð af Vigfúsi
Ivarssyni hólms um 1395—’97. Fyrir slíku sitja ríkustu mennirnir
á hvaða tíma sem er, meðan sú tíð var og hennar hættir, enda þurfti
mikla tryggingu fjárhagslega til að sitja fyrir slíkum störfum. Páll
átti Sesselju Þorsteinsdóttur fyrir konu, og hefur hún verið af rík-
um komin og gömul fræði kalla hana dóttur Þorsteins á Urðum
hirðstjóra Eyjólfssonar. Það mun þó ekki vera, og er þó hitt frá-