Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 91
MÚLAÞING
89
Lofts verði mestur, eftir að hann kvænist Ingibjörgu og gróðaað-
staðan í stríðinu vestanlands, norðan og austan hafi átt mikinn þált
í tugmilljónaauði hans, er hann féll frá ásamt konu sinni 1432.
Fjórum árum síðar er elzta barn þeirra að ganga til giftumála, Þor-
varður, við ríkustu konu í landinu, Margréti Vigfúsdóttur hirð-
stjóra ívarssonar hólms. Þá leggur hann fram Eiðaeignir, 600 hundr.
Ætla má, að þessar Eiðaeignir séu Eiðar á dögum Páls Þorvarðar-
sonar og gangi til giftumála Ingibjargar við Loft 1411. Trúlegt er,
að þetta sé það, sem Ingibjörg hefur að arfi og hvorki séu þær
meira metnar þá en áður, og líklega hefur ekki við þær bætzt á þess-
um árum. Ekki er skilgreint, hvað af þessum Eiðaeignum er jarðir
og hvað kúgildi, en eflaust er hér um hvort tveggja að ræða, því að
jarðeignum fylgdu jafnan kúgildi. En hafi nú Ingibjörgu skipzt 600
hundraða, þá hefur Ragnhildur fengið annað eins og síðan Jón
jafnt og þær báðar systur hans. Samtals verða þetta 2400 hundraða,
og er efamál, að nokkurs staðar hafi verið um meiri auð að ræða
í landi en á Eiðum í tíð Páls. Að þetta sé sjálfsaflafé Eiðamanna á
þessum tíma virðist fjarri lagi að álykta. Eiðar standa í miðju Hér-
aði fjarri sjó. Hér er auðsætt, að um erfðafjárhauga er að ræða, og
verður ekki frekar um rætt.
Jón stofnaði seint til hjúskapar, og gat það valdið því, að erfitt
væri fyrir hann að fá jafnræðiskvonfang, og ekki var um annað að
ræða fyrir prestinn en konu til fylgilags. Það var Þórunn dóttir
Finnboga hins ríka í Ási. Hofverjaauðurinn er farinn að mætast
í giftingarmálum. Saga Jóns er síðar ein hin stærsta og ef til vill
bezta, sem af Islendingi hefir gengið fram á þennan dag, og hann
var merkilegt skáld. Hann gengur á móti hinum enska biskupsdómi á
15. öld, sem var langt kominn að leggja landið undir ensk yfirráð,
fer með 30 menn harðstakkaða á kirkjufund Jóns Vilhjálmssonar,
en gerir ekki að,því að Jón hefir enskan her eða fjölmenni á Hólum.
Jón vinnur sér þar inn bannfæringu og hefir þá hætt ráðsmanns-
störfum. Veður þá biskup með lögleysudóma yfir allt réttarfar og
tekur af Jóni Grenjaðarstað í skjóli lygadóms, sem prestar þora ekki
annað en dæma, að Hólakirkja hafi jafnan átt veitingáváld á Gren-
jaðarstað, sem er rangt. Loftur ríki tekur ráðsmannsstöðu á Hólum
og „her“ Jóns biskups er „sleginn“ á Mannskaðahóli, sjálfsagt með