Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 92
90
MULAÞING
harðstökkum Jóns og fleiri manna. Jón Pálsson siglir og fær Breiða-
bólsstað að erkibiskupsveitingu, og þar er hann, þegar Þorvarður
systursonur hans,Teitur ríki í Bjarnarnesi og Arni Dalskeggur ganga
frá Jóni Gerrekssyni í Brúará. Þá réð Jón einn öllu á Suðurlandi
og hefur auðgazt stórum. Eftir það tók hann Grenjaðarsað 144f)
og hélt til æviloka, 1471, og var tvisvar officialis í Hólabiskupsdæmi.
Auður hans var með fádæmum eins og fjölmargra Islendinga er þá
orðinn, eftir að 100 ár stríðinu iauk, 1439. Rann saman auður
Lofts ríka og Vatnsfirðinga í giftumálum og varð að stórveldi í
landinu á síðustu dögum Jóns. Skal nú ekki fleira um þetta rætt.
EINAR PRÓFASTUR ÁRNASON
Einar prófastur Árnason í Vallanesi, f. 1498, lítur út fyrir að
hafa verið með auðugustu rnönnum landsins á 16. öld. Það var stutt
liðið frá siðaskiptunum og klaustratöku konungs, þegar Einar fékk
umboð Skriðuklaustursjarða, sem voru fast í 40 talsins, þótt þetta
klaustur starfaði aðeins rúm 50 ár. Slíkar stofnanir kunna að koma
ár sinni fyrir borð. Áður var Einar uinboðsmaður Skálholtsjarða
á Austurlandi, og um 1552 fær hann konungsumboð í Múlaþingi,
sýslumennsku, og að lokum fær hann umboð Þykkvabæjarklausturs-
jarða. Idann virðist sjálfleiddur að öllum ábyrgðarstörfum austan-
lands um sína daga. Þessu hlýtur að valda auður, því að ábyrgð í
fé varð að gefa fyrir misfellalausu starfi. Það virðist sjálfgefið, að
það sé einhver angi af Eiðaauð í höndurn Einars og ættartraust hafi
hann til ábyrgðarstarfa þar að auki. Því undarlegra er það, að ekki
er vitað, hverra manna hann var, og á auði hans ber ekki mikið.
Ég held ég hafi ekki rekizt á, að aðra jörð hafi hann átt en Hafursá,
og lét hann Árna son sinn hafa hana, er hann gekk að eiga Vil-
borgu Eiríksdóttur frá Ási í Fellum Snjólfssonar. Árni dó ungur,
og giftist Vilborg aftur. Þessu kann einnig að valda, að Einar varð
forgamall maður, dó 1585, 87 ára, og þá farið að draga úr auði ís-
lendinga. Konu sína missti hann innan við sjötugt, en kvæntist aft-
ur og átti ráðlítinn son í því hjónabandi, og helzt er svo að skilja,
að umkomulítill hafi hann orðið að síðustu og hafi dáið á Ketils-
stöðum á Völlum. Þá bjó þar Málfríður Bjarnadóttir sýslumanns
Erlendssonar með síðari manni sínum, Einari Ásmundssyni. Börn