Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 93
MÚLAÞING
91
hans virðast þá öll á lífi nema Árni, en merkilegt má það teljast, að
þá heldur Vallanes dóttursonur Einars, að talinn er vera, séra Þor-
varður Magnússon. Dauða Einars á Ketilsstöðum gat því þannig
að borið, að þar hefði hann verið í heimsókn og haldið þá enn
nokkrum kröftum.
Tvímælalaust er það, að Einar prestur hefur þótt mikils háttar
og lengi í minnurn hafður. Séra Einar skáld Sigurðsson segir í ævi-
kvæði sínu 1626, að Hallur Hallvarðsson Einarssonar prests, maður
Sesselju dóttur hans, sé af „einni góðri rót eins og Bjarni,“ þ. e.
Bjarni, sem átti Sigríði dóttur hans. Þessi góða rót er sjálfsagt
Einar prestur Árnason. Segir þetta mikið, og í ættfræði er það
þannig, að rótin á rót. Séra Einar segist hafa alizt upp í Vallanesi
til tvítugsaldurs. Enginn prestur þekkist þá í Vallanesi með Árna-
nafni, og gæti hvort tveggja verið, að hann hefði misst föður sinn
ungur eða hann væri ráðsmaður á staðnum af góðum ættum. Á
þessum fyrstu 20 árum í lífi séra Einars er Vallanesprestur Þorvarð-
ur Helgason, er fór í Valþjófsstað 1507 og Kollgrímur Konráðsson,
sem líka fékk Valþjófsstað. Verið gæti, að faðir hans hafi verið
djákni í Vallanesi, því að tvær alkirkjur heyrðu undir Vallanes og
mörg bænhús, og hafa þau víðast staðið til siðaskipta, og vita má,
að fæstir af djáknum eru nafngreindir í kirkjusögu. Séra Einar fékk
til fylgilags Arndísi Snorradóttur eflaust Helgasonar, en lengra fylgi
ég ekki þeirri ættfærslu, sem henni hefur verið gjörð. Þau áttu fjög-
ur börn, sem vitað er um. Séra Einar virðist presta fyrst hafa orð-
ið lúterskur og kvænist fylgikonu sinni með leyfi Gissurar biskups
Einarssonar 13. ágúst 1541. Séra Einar átti fjóra bræður, sem vitað
er um, og eina systur, Ragnhildi, og þetta nafn fær mann til að
sperra eyrun í Eiðaætl. Börn hans voru með fyrri konu, er dó 1565,
Hjálmur, sein rekur Múlaþing fyrir hann 1552—’53, síðar prestur
á Hólmum, Hallvarður prestur á Valþjófsstað, Árni, sem nefndur
hefur verið, og Ingibjörg kona Magnúsar Þorvaldssonar á Urriða-
vatni, og varð þeirra sonur Þorvarður prestur í Vallanesi, er fyrr
gat. Hefur séra Einar reynzt kynsæll maður, og er þó ekki frá Hjálmi
né Árna talin ætt. Er ætt séra Einars rakin í Ættum Austfirðinga
nr. 5786, en sjálfur hefur séra Einar ekki ættarnúmer. Bræður hans
hétu Jón, Magnús, Ólafur og Ásbjörn, og hafa allir verið prestar