Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 94
92
MÚLAÞING
nema Jón. Er því foreldri séra Einars vel stætt atgervisfólk. Þeir Ás-
björn og Olafur voru báðir á Hallormsstað, en Magnús á Hólmum
og Skorrastað. Séra Einar fékk Vallanes 1530, en hafði haldið
Hólma um 10 ára skeið. Nöfnin á börnum og systkinum séra Einars
vísa enga ákveðna leið um ætt lians, utan Ragnhildur, og nýnefnið
Hallvarður þykir mér líkast til að vera í minningu þeirra Hallsteins
sýslumanns Þorsteinssonar, sem stofnaði Skriðuklaustur og séra
Þorvarðar Helgasonar í Vallanesi, en heimild getur það ekki kall-
azt og vil ég eigi kalla láta, en ef svo væri, mundi hann hvorugs
þeirra afkomandi vera. Er nú að hverfa aðra leið.
RAGNHILDUR PÁLSDÓTTIR
Eins og sagði, hét eitt af börnum Eiða-Páls Ragnhildur. Hún átti,
eins og fyrr segir, Hall Ólafsson, og bjuggu þau á Stórólfshvoli.
Aðalsættsetan á Stórólfshvoli er þá undanfarið: Filippus Sæmunds-
son í Odda Jónssonar í Odda Loftssonar. Ingiríði dóttur Filippusar
átti Þorsteinn Halldórsson, og sátu þau á Hvoli. Þeirra dóttir hefur
átt Þórð Kolbeinsson Þórðarsonar kakala (rakið í Vatnshyrnu) og
sonur þeirra Þorsteinn líklega búið á Grund í Eyjafirði ásamt Árna
bróður sínum föður Ingileifar konu Jóns Hákonarsonar, er Vatns-
hyrnu lét gera. Dóttir Þorsteins er Solveig kona Björns Jórsalafara,
og annaðhvort Ólafur helmingur Þorsteinsson eða kona hans er
barn Þorsteins. Mér þykir líklegra, að það sé kona Ólafs. Öðruvísi
kemst ekki Ólafur að Hvoli og síðar Hallur sonur hans. Þorsteinn
hét sonur Halls og Ragnhildar. Eigi hef ég séð nefnda konu Þor-
steins, en dóttir hans hét Sesselja og kom síðar við sögu.
Vatnsfjarðarauður og auður Lofts ríka renna eitt sinn saman
við það, að Ormur sonur Lofts, liirðstjóri fyrir 1400, átti Solveigu
Þorleifsdóttur úr Vatnsfirði — Árnasonar og Kristínar Björnsdótt-
ur Jórsalafara (Vatnsfjarðar-Kristínar). Sonur Orms og Solveigar
hét Einar. Hann kvæntist Sesselju Þorsteinsdóttur á Hvoli. Þau hafa
firnaauð í búi, og talið er, að Einar taki við hirðstjórn eftir móður-
bróður sinn, Björn ríka, drepinn á Rifi 1467. En Einars naut ekki
lengi við. Hann dó 1470 frá mörgum börnum ungum. Nú vitnast
það, að þau eru fjórmenningar, Einar og Sesselja, og börnin því
ekki arftæk eftir föður sinn. Móðir Einars, Solveig, heldur þá við