Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 95
MÚLAÞING
93
Sigmund prest Steinþórsson, og sonur þeirra heitir Jón og þarf á
fé að halda til að ryðja sér til rúms í veröldinni. Það er því lög-
maður, sem hér er á ferðinni, og þessir hans peningar áttu eftir að
fara illa. Solveig tekur arf eftir son sinn, en einhvem veginn ber
lítið á Solveigarnafninu eftir það í ættinni. Nú vitnast, hvað þau
heita, þessi hörn, sem fá ekki að taka arf eftir föður sinn, og nú
sést, hvað hjón skeyta því lítið, þótt þessar kirkjukúnstir verði á
vegi þeirra. Enginn hefur bannað þeim samvistir, Einari og Sess-
elju, og börnin eru orðin níu. Þessi frændsemisgifting kom ekki
mjög illa við, ef faðirinn lifði svo lengi, að börn hans yrðu lögráða,
og mátti hann þá gefa þeim löggjafir, og gat þá aðeins lítill hluti af
fé hans fallið til erfingja. En ekkert af börnum Einars er lögráða,
þegar hann deyr, og því missa þau af fé hans, og sýnir þetta, að með
öllu er það ótækt að eyðileggja heimildir um hjónaband, þótt sann-
ist þessir meinbugir, en það er nú tízka, sem þarf að kveða niður.
Hefði Einar lifað og getað gefið börnum sínum löggjafir, mundum
við ekki vita, að þau hjón hefðu verið skyld, og ef við sæjum þessa
frændsemi, þá að neita henni og rangfæra ættfærsluna. Þetta hefur
verið gjört, en er rakalaust og skaðlegt. Með tilliti til ættsetunnar á
Hvoli er augljós skyldleiki þeirra Einars og Sesselju. Annars vegar
er Solveig — Kristín — Solveig — Einar, hins vegar systir Solveig-
ar eða Ólafur Þorsteinsson, bróðir Solveigar —- Hallur — Þorsteinn
—- Sesselja. Þetta er fjórmenningsfrændsemi. Þrátt fyrir það, sem
hér kom í ljós, hikar ekki Jón sonur Solveigar Þorleifsdóttur síðar
lögmaður við að kvænast Björgu Þorleifsdóttur í fjórmennings-
frændsemi og hefði dugað það, ef honum hefði komið betur saman
við Gottskálk biskup Nikulásson. Nú koma upp nöfnin á börnum
Einars og Sesselju: Ormur, Þorsteinn, Guðrún, Kristín, Ragnhildur,
Helga, Ingibjörg, Margrét. Þessi átta börn eru fædd 1470, en sama
ár og Einar deyr, fæðist Einar, talinn síðar lögréttumaður í Siglu-
vík, faðir Þorsteins lögréttumanns í Múlaþingi, sem kemur við Sess-
eljumál á Egilsstöðum, faðir Einars í Skriðu í Breiðdal, föður Ragn-
hildar konu séra Hjörleifs Erlendssonar á Hallormsstað — rétt ein
Ragnhildurin. Hún dó 1642 og stendur í Vallanessártíðarskrá. Sess-
elja Þorsteinsdóttir var nú ekki dauð úr öllum æðum, þótt teljast
mætti hún illa svikin á tengdunum með hinum fjárgráðugu Vatns-