Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 98
96
MÚLAÞING
giftumála, og annað hef ég ekki frekar fyrir mér í þessu, og blikar
þó á fleira, sem ónýtt er að’ taka fram, t. d. þetta nafn í ættinni, en
sönnur á þetta fást seint eða aldrei. Þorleifur mun hafa búið í
Fagradal í Vopnafirði, því að synir hans kunna þar skil á löndum.
ÞORSTEINN JÖKULL
I Jökuldalssögu skrifaði ég þátt af Þorsteini jökli, forföður Jök-
uldælinga. Það sem vitað er um Þorstein eða haft fyrir satt, getur
ekki staðizt. Hann er talinn búa á Brú í síðari plágu 1496 og eiga
Brú. Það er fjarri lagi, sem sýnt er fram á í þætti mínum um Egils-
staði á Völlum. Árið 1551 er Brú lögð til giftumála Málfríði
dóttur Bjarna sýslumanns Erlendssonar, og hafði Bjarni þá átt
jörðina frá 1522, en tengdafaðir hans að erfðum frá gamalli tíð.
Þorsteinn er talinn sonur Magnúsar í Skriðu, og hefur það verið
talið Rauðuskriðu. Það er fjarri lagi. Hann mun hafa verið sonur
Magnúsar Árnasonar bróður séra Einars í Vallanesi og verður að
eiga sama ættarrétt og Málfriður til að eiga Brú. Líklega er það
rétt, að Þorsteinn hafi átt Brú, afkomennur hans eiga jörðina 1681.
Magnús Árnason hefur verið kenndur við Skriðu í Fljótsdal, hann
hefur verið þar kirkjuprestur á klaustrinu til að byrja með, en feng-
ið síðan Hólma og loks Skorrastað. Hann dó 1541. Stuttu eftir 1551
hefur Þorsteinn keypt Brú, og ef trúa má ættarsögn, að hann hafi
einangrað sig í pest á Dyngju á Arnardal, þá er það bólupestin,
sem gekk og drap fjölda fólks 1555, sem hann flýði. Eftir því sem
Þorsteini er talin ætt, getur hann heldur ekki verið fyrr uppi, því
að Guttormur dótturdóttursonur hans er fæddur litlu eftir 1600.
Þorsteinn gat líka átt konu skylda Málfríði, jafnvel systur henn-
ar, því að næsta lítið er vitað um Erlend Bjarnason sýslumann á
Ketilsstöðum og allt í einu kemur upp Erlendsnafn í Brúarætt. Það
hlýtur að vera langsótt í ættinni, en var ekki notað hið fyrsta frá
honum, því að Erlendur var drepinn af enskum í Stöðvarfirði 1523.
Kona hans átti og barn framhjá honum. Sesseljunafn ker.ur líka
fram í ætt Þorsteins jökuls, En það sem hér sker í augu, er, að
Ragnhildarnafnið eltir ættina með trúmennsku, og eru þó sjálfsagt
ekki öll þekkt. Er þetta fram á þennan dag. Þetta virðist atriði,
sem framar flestu megi marka um forfeður hans, og ræði ég ekki