Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 101
MÚLAÞING
Svo tekst hann á vií tímans breytingamátt.
Það troða hann aldrei neinir undir fótum.
99
í því Ijósi, sem maðurinn þráir mest, skoðar hann frekast sína
helgidóma. Hvar og hvemig er hún stödd? Heimildirnar segja okk-
ur, að hún fékk Hólaland í Borgarfirði upp í andvirði Egilsstaða,
og þeir í lögmannsdóminum, sem dæma af henni Egilsstaði undir
kónginn, eru ekkert að hugsa um Hólaland. Eins og konungurinn
sé ekki jafnstrípaður, þótt hann eigi Hólaland í Borgarfirði! Jú,
svo sannarlega, en Hólaland verður bara konungsgersemi af sögu
sinni. Það er víst, að Sesselja er að hugsa um Hólaland. En það
verður að bera fræðimennina fyrir því, að enginn viti neitt um
Sesselju, eftir að henni var synjað um að losna við syndina í Valla-
nesi, sem fyrr gat. En sagan slær stundum leiftrum, og þeir, sem ná
í leiftrin, geta haldið áfram að lesa, og ef til vill er það fyrir hendi,
þegar þarf að halda áfram að lesa sögu Sesselju. Við sjáum hvað
situr.
Það líða meir en 3,00 ár þangað til skrifuð er í Borgarfirði saga,
sem meira en lítið snertir þetta mál. Það er um 1860, og það gerir
fróður maður, Jón í Njarðvík Sigurðsson, fæddur 1800, og hafði
numið margt af Hjörleifi sterka f. 1760. Sagan var skrifuð fyrir
þjóðsagnasafn og ekki tekin ábyrgð á því, að nokkurt orð væri
satt, og er þó sagan með nokkrum hætti tímasett. Sagan heitir
Hamra-Setta og er á þessa leið:
„í tíð Þorvarðar Bjarnasonar í Njarðvík bjó kona á Gilsárvelli
í Borgarfirði, er Sesselja hét og var Loftsdóttir. Hún var gift manni
þeim, er Steingrímur hét. Maður einn var á bæ þeirra, sem hún hélt
við, og varð svo mikið um það, að þau myrtu Steingrím. En til að
forða lífi sínu struku þau í helli einn þar uppi í fjallinu, sem síðan
heitir Sesseljuhellir og Sesseljuhamrar. Þarna voru þau saman nokk-
ur ár, eg hefi ei heyrt, hvað mörg. Veiðivatn var í hellinum, á
hverju þau lifðu. Ekki er getið þau hafi lagzt á fé manna. Þarna
voru þau og áttu börn saman, hverjum þau drekktu í vatninu, unz
fylgimaður hennar dó. Þá hélzt hún ekki við í hellinum fyrir lang-
semi og fór þaðan. Hún sagði, að hver, sem fyrstur hefði þrek til
að ganga í helli sinn, hann skyldi eiga það, sem héngi yfir rúminu