Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 102
100
MTJLAMNtí
sínu. En ekki er getið, aff í hann hafi nokkur komið sícían. Nú er
hrapað fyrir hann, svo í hann verður ekki komizt. Eftir þetta leynd-
ist hún eitt ár í Dyrfjöllum, þau liggja innan við Njarðvík. Þetta
haust vantaði Þorvarð 18 sauði gamla. Það var eitt sinn snemma
vetrar í Njarðvík, að fólk sat allt inni í baðstofu eina kvöldvöku.
Það vissi þá ekki af, fyrr en þrekleg kona gekk inn að pallstokkn-
um og kastaði vaðmálsstranga upp á pallinn og sagði: „Þá hefur
hvör nokkuð sauða sinna, Þorvarður bóndi, þá hann hefur ullina.“
Voðin var 18 álnir. Héldu menn, að hóndi hefði vitað af henni í
fjallinu og gefið henni sauðina.
Árinu eftir þetta ber það við á Eiðum fyrir jólaföstu eitt kvöld
síðla, þá sýslumaður og fólk hans var allt við verk sitt inni, að
sýslumaður hafðist upp út eins manns hljóði og sagði: „Hefði eins
staðið á fyrir mér og henni Hamra-Settu, þá skyldi eg hafa tekið
reiðhestinn hérna úr húsinu og ketið úr troginu, sem soðið var í
dag og sett var fram í klefann, reynt svo að komast suður í Skál-
holt fyrir jólin og þar í kirkjuna og ná þar að halda um altaris-
hornið.“ Enginn vissi, hvernig á þessu stóð. En um inorguninn var
hesturinn horfinn úr húsinu og ketið úr troginu, og um vorið, þá
fréttist að sunnan, var þess getið, að eitt sinn um eða rétt fyrir
jólin, þá biskup kom í kirkjuna, þá stóð vel búin kona við altaris-
hornið og hélt um það og bað sér friðar. Þetta var Sesselja. Hún
fór aftur til átthaga sinna austur, giftist og bjó lengi eftir þetta og
þótti fyrirtaks kona að rausn og vænleika. Nafn hennar hera niðjar
hennar á Austfjörðum eimþá.“
Mikil ágætis saga er þelta. Borgfirðingar geyma nafn Sesselju á
Egilsstöðum meira en 300 ár rétt og nafn bónda hennar, sem hún
átti að hafa drepið, sömuleiðis. Vita það einnig, að hún fór í dóm-
kirkju til að fá sakaruppgjöf. En hver gat gert að því, öll þessi ár,
þótt heil stykki féllu úr sögunni og önnur séu smíðuð í staðinn,
sem ekki falla og fæturnir færðir til? Enginn bjargar sér frá óbóta-
verkum, þótt hann leggist út. Þess þurfti Sesselja heldur ekki. Hún
gat engin börn átt, eftir að sakferlissögu hennar lýkur um 1544.
Það er ekkert veiðivatn í hellinum, og „fyrirtakskonur“ drepa ekki
hörn. Svona falla þessi nýju stykki illa í söguna, og það má henda
þeim burtu, Eiða-Margrét lifjr enn á Eiðum, og hafi Sesselja þurft