Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 103
MÚLAÞING
101
einhvers við, átti hún sama sem heim að sækja. En nú lesum við
sögu Sesselju áfram. Hún fer í Hólaland, sennilega vorið 1545.
Bjarni kemur af vertíðinni sama vor. Sesselja setur bú á Hólalandi,
og hún getur notað aurana, sem kirkjan ekki vildi í Vallanesi. En
það er hængur á með Bjarna. Hann er útlægur á Austurlandi, og
Sesselja hugsar ráð sitt. Hún hefur ekki það orðspor, að hún telji
sér fært að leita fyrir sér í öðrum iandshlulum til staðfestu, og þótt
hún gæti leitað til skyldmenna, þá er hér of stór kona á ferðinni,
að hún biðji merkilegt ættfólk að aumkast yfir ófarir sínar. Nei,
Sesselja Loftsdóttir á sitt Hólaland, þar verður yfir að ljúka! En
hvernig á hún að fara með Bjarna? Eins og sagði, þá var Bjarni
dæmdur útlægur í Vallanesi 1542, og eflaust er það skilyrðislaus
útlegð úr Austfirðingafjórðungi, þangað á liann ekki afturkvæmt.
En má hann lifa á fjöllum? Það var hin gamla útlegð manna að
hafast þar við, og er Bjarni nokkuð sekur að dveljast, þar sem hann
hefur ekki samneyti við menn? Spurningunum verður ekki svarað
til fulls, þar sem dómurinn þekkist ekki, en annars staðar en meðal
mamia á Austurlandi hlyti Bjarni að teljast útlægur. Sesselja hugs-
ar sitt ráð. Hún veit, hvað önnur kona af Eiðaætt, Anna á Stóru-
borg, hefur tekið til ráðs í sinum ástamálum, að geyma ástmanninn
í helli, þar sem hann yrði ekki sóttur heim, og liggur ekki beint
fyrir í þessu efni að gera það sama? Það virðist, að saga Sesselju
verði ekki lesin öðruvísi, því að þjóðsagan reynist á rökum byggð,
en getur ekki átt við líf Sesselju, eftir að hún kom í Borgarfjörð.
llún getur ekkert hellislíf þurft að stunda fyrir sjálfa sig, svo að
það hlýtur að vera Bjarni, sem á þessari hellisvist þarf að halda.
Ekkert annað er til, þegar það er einnig vitað, að á Bjarna hvíldu
dómssakir, sem Gissur biskup gat ekki leyst hann undan og ekkert
nema 20 árin, ef þau rynnu yfir hans höfuð. Vitnisburður sögunn-
ar um Sesselju, sá sem Borgfirðingar geymdu, að hún væri fyrir-
takskona að rausn og vænleika, staðfestir líka, að Sesselja hefur
ekki verið í neinum sökum í Borgarfirði, og hann staðfestir einnig,
að menn hafa lengi mátt bera henni hið glæsilega orðspor einmitt
af verkum hennar. Þar hefur skörungsskapur hennar í garð Bjama
orðið eítirminnilegastur, og fá menn ekki mikið orðspor af engu.
Arið 1562 er Bjarni búinn að vera 20 ár sekur að þessu leyti og