Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 104
102
MÚLAÞING
mundi þá vera frjáls maður. Um hvað mikla útilegu er að ræða, er
aftur á móti álitamál. Allar slíkar sögur hefur þjóðarsálin gert sem
ferlegastar, sem fram kemur í sögu Borgfirðinga, að börn áttu þau
og drekktu þeim. En orðspor af slíkri konu mundi ekki hafa getað
orðið neitt og menn ógjarnan látið heita eftir henni. Bjami gat
náttúrlega verið óáreittur tímunum saman á Hólalandi, og svo á
Sesselja hauka í horni, þar sem eru Þorvarður lögréttumaður í
Njarðvík og Eiða-Margrét, þá orðin tengdamóðir Vigfúsar sýslu-
manns í Þingeyj arsýslu Þorsteinssonar. Bjarni Erlendsson er sýslu-
maður í Múlaþingi fram yfir 1550, en þá tekur séra Einar í Valla-
nesi konungsumboð í því þingi, en heldur eigi lengi, og síðan Ei-
ríkur Árnason frá Bustarfelli, ágætur maður. Það er varla nema í
valdatíð séra Einars, að Sesselja hefur verið í neinni hættu um
hald á Bjarna, og lengi var það, að flestum „geitum“ var óhætt að
fela sig bak við hinar „gildu greipar“ Njarðvíkinga. Þetta hefur þó
verið staðreynd, að útilega hefur átt sér stað. Ornefnin staðfesta
söguna, og þau verða Sesselj uhellir og Sesselj uhamrar og heita svo
enn í dag, en ekki Bjarnahellir o. s. frv. Það er Sesselja, sem ber
hér veg og vanda af verkum. Það hrífur sveitamenn að sjá þetta,
fyrirtakskona, verður samkvæði þeirra, einnig í sögunni, sem þó
byggir á morðsök hennar og barnadrápi. Fyrirtakskona gengur
aidrei út úr minningu um Sesselju í Borgarfirði. Sennilega er óhætt
að trúa því, sem í sögu Borgfirðinga segir, að þessu útilegulífi hafi
orðið slitið, en varla fyrr en áður var til getið, 1562, og þau hafi
gengið í hjónaband Sesselja og Bjarni, og hefur Sesselja verið kom-
in yfir sextugsaldur. Þannig hefur hún verið þessi merkilega saga,
sem að öllu yfirborði geymdist rétt í 300 ár í afskekktri byggð og
lengir sögu Sesselju á Egilsstöðum með sannri vitneskju. Það er
eins og maður sjái þetta allt fyrir sér, svo er þetta eðlilegt, þegar
allt er skoðað, sem hér er saga, ýmist 'heimilda eða mannlegrar til-
veru og þó frekast saman eins og hér hefur orðið. Það er eins og
maður sjái prófastinn í Múlaþingi vísitera á Desjarmýri. Sesselja
kemur til kirkjunnar, og prófastur telur sig kannske einna helzt
þurfa að segja eitthvað við hana:
— Svo er sagt, að þér haldið útlægan mann, húsfrú Sesselja, segir
hann og gerir svo kannske ráð fyrir því, að það þurfi ekki meira