Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 106
104
MÚLAÞING
Sesselja Loftsdóttir —- aðeins Jiækkað upp í veldi óræðs alþýðu-
máls: Hamra-Setta. Séra Einar þarf að fara, því að eilífðin spinnur
þráðinn, og virðingarmesti maður á Austurlandi verður að fylgj-
ast með — allt í þráðinn. Hann tekur hatt sinn, réttir Sesselju hönd-
ina með tígulegri virðingu:
— Verið þér nú sælar, Sesselja mín!
ÞEGAR ÓLÍNA SIGURGEIRSDÓTTIR, móðir Halldórs Ármannssonar á
Snotrunesi, var að alast upp á Ilrærekslæk í Hróarstungu, voru feðgar þeir á
Litla-Bakka í sömu sveit, er hétu Jón og Halldór. Var Jón faðirinn og gamall
orðinn. Nokkuð þóttu feðgar þessir sérlegir og kunni Ólína af þeim ýmsar
sögur.
Einhverju sinni kom Jón karl að Hrærekslæk sem oftar. Var honum boðið
inn í búr og settur fyrir hann spónamatur, grautur eða skyr, og fékk hann
hornspón til að borða með. Tekur karl spóninn, skoðar hann í krók og kring
og segir síðan:
„Þennan spón þekki ég. Hann er af hvítum tarfi svörtum, sem faðir minn
átti, með granirnar á eyrunum.“
Lýkur karl svo við að éta og ætiar að snúa heim á leið. Svo stóð á, að bónd-
inn á Hrærekslæk var nýkominn heim úr skreiðarferð, og hékk stór spraka í
skemmuþilinu. Er hann kemur út á hlaðið, setur að honum ákafan hnerra,
og í sömu svifum rekur hann augun í sprökuna og segir:
„Guð hjálpi mér, hann hefur þá komið með spröku.“
Einhverju sinni voru þeir feðgar að lóga kú. 1 því að hún var skorin og
blóðið rann úr strjúpanum, segir Jón:
„Óóó, svona förum við allir.“
Gellur þá Halldór sonur hans við:
„Þú andskotans lýgur því, faðir minn, ekki verðum við skornir."